6 Tilfiningalegar þarfir mannsins


Hver og einn hafur 6 tilfiningalega þarfir. Þetta eru ekki hlutir sem okkur langar í, heldur sem við þurfum. Flestir lifa með fyrstu 4 þarfirnar en ef þú nærð öllum 6 þá fullnægðu lífi góðu lífi.
Þegar þér líður virkilega illa hvað geriru ? þú reynir að finna úr afhverju þér leið illa til að getað forðast að líða illa af sömu ástæðu. Hvað geriru þegar þér líður vel? Þú reynir líka að finna út afhverju þér leið vel. Þú notar sömu aðferð við að fynna út afhverju þér leið vel eða illa en samt er ástæðan andstæður. Illa = forðast, vel = upplifa aftur.
Þarfinar 6 eru vissa, óvissa, merkilegri, tengsl og ást, vaxa og að gefa af sér. Getur mannvera tekið eithvað sem er vont og náð að draga gott útúr því ?, já hún getur það, getur mannvera tekið eithvað sem er gott og gert það vont ? já hún getur það líka. Segjir þetta ekki okkur að sama hvað sé að gerast í kringum okkur eða hvar við séum hefur ekkert gera við tilfininganar sem koma fram meðan þetta er að gerast. Þetta hefur ekki meiri áhrif á þig en þú vilt að þetta hafi.
Þegar þú setur þér fyrirmynd afhverju bara að velja eina afhverju ekki að velja 10 ? 15 ? eða jafnvel fleiri. “Ég ætla að verða einsog hann” afhverju að vera að þrengja þetta svona, afhverju eki að segja “ég ætla að verða einsog hann og hann og kanski þessi” velja sér marga hluti. Mynduru þegar þú værir að skoða eftir hinu kyninu, eða því sem þú vilt, mynduru hugsa með þér, “ok bara ljóshærðar, bara 167 á hæð” nei ég vill leyfa mér að efa að þið mynduð gera það því þið viljið getað valið hvað gerist, hafa marga valmöguleika. Sama á við um lífið þið viljið getað valið ykkur hvað gerist, veljið margar fyrirmyndir og þá hafið þið úr nógu að velja.
Allir þurfa að ganga í gegnum mikinn sársauka í lífinu og mikla gleði og ánægju, allir þurfa að vita hvað sársauki er til að fá viðmið um hvað sé gott.

- Vissa er fyrsta þörfin. Þú þarf alltaf að hafa einhverja vissu svo þér líði allavega vel til að getað forðast það að líða illa. Þú hefur þá þörf að vera viss um að það vera með vinnu, vera með hús/íbúð eða eithvað sem þú getur haldið í. Hefuru einhverntímann farið útá leigu og leigt mynd sem þú hefur leigt eða séð áður ? þú gerir það afþví þú ert viss um að hún sé góð, skemmtileg, fyndin, sorgleg eða bara hvað sem er. Þú getur verið viss um hlutina á jákvæðann og neikvæðann hátt. Sumir fá þessa vissu með því að stjórna öðrum en það sem er bakvið þá er hræðsla meira en nokkuð annað. Þú veist að sú manneskja er mjög hrædd við óvissu, sem er önnur þörfin. Fólki þarf að líða einsog það sé vist um eithvað. Þú getur lifað með þvi að vera með vissu í lífi þínu og óvissu. Fólk þar að vera vissu, margir fá hana með því að vera æðri en aðrir. Þú þarf samt alltaf að passa þig á því að vera ekki háður vissunni því þá líður þér illa með það að taka áhættu um hlutina, og þá ferðu alrei í aðra þörfina. Þegar hluinir sem þú festir vissuna við þá geturu kannski lent í því að missa hlutinn sem þú festir vissuna við og þá líður þér einsog þú hafir ekkert eftir. Sumir fá vissu með því að hugsa já þetta verður allt i lagi þvi mér mistekst hvort eð er alltaf. Hvort er líklegra að hann nái því þegar hann hugsar þetta eða þegar hann hugsar að hann muni ná því ?

- Óvissa er önnur þörfin. Ef þú hefur ekki óvissu þá líður þér ekki vel til lengdar þá áttu efir að fá leið á hlutonum. Þegar þú færð leið á hlutonum þá áttu eftir að fá leið á lífinu á endanum sem þíðir það að á endanum áttu ekki eftir að vera að njóta lífsins því þú ert kominn með leið á því. Ef þú vissir hvað myndi gerast hvert augnablik í sambandi, hvað hin manneskjan myndi segja og gera hvað myndi gerast ? þú fengir leið á henni, þar þarfu óvissu en þú getur ekki bara bygt þig upp á henni þú þarf einhverja vissu í sama sambandi. Þú þarf að getað sett vissu í óvissuna. Þegar þú stígur inni stöðu þar sem þú veist ekkert hvað gerist næst eða hvað sé á seiði í kringum þá, bara algjör óvissa þá á þér eftir a líða lifandi, þá fyrst líður þér einsog þú sért virkilega lifandi. Þegar þú ert komin í þá stöðu að þú leitar eftir þessari óvissu en heldur í vissuna á sama tíma ferðu að njóta lífsins, allavega miklu betur en ef þú ert bara með vissu eða bara með óvissu. Hugsið ykkur um einn hlut sem er ykkur virkilega kær sem þið þurftuð ekki að setja ykkur í óvissu eða óbeint hættu, tilfiningalega eða peningalega ? sambönd eru svona erfið útaf því að þú ert að opna þig, þú ert að stíga inní álgjöra óvissu. Þú verður að eyða pening til að fá pening, en þú verður að eiga pening til að eyða pening. Sama á við um tilfiningar, ef þú ert hræddur við að sýna eithvað af þeim áttu ekki efir að fá það til baka frá einhverjum.

- Merkilegri er þriðja þörfin. Fólk hefur þá þörf að vera merkilegri en einhver annar, þetta getur verið fengið á jákvæðann hátt og á neikvæðann hátt. Fólk getur fengið þá tilfiningu um að vera merkilegri en aðrir með því að stjórna því, en þá er það líklega að þeir séu háðir vissu, með því að vera með fleiri eyrnarlokka en einhver annar, að vandamálin þín séu stærri en allra aðra, flestir fá þetta fá þetta þegar þeir eignast barn þegar þeir gera sér grein fyrir því að lífið snýst um meira en þá, svona væri hægt að halda áfram mjög lengi. En stóra spurningin er ekki hvaðer vissa annara heldur hver er þín vissa ? hvað þarf þú að gera til að halda henni og hvernig hefur hún áhrif á líf þitt. Þegar þú gerir þér byrjar að sá hvað aðrir nota til að vera merkilegri en aðrir þá ferðu að sjá hlutina öðruvísi þú setur betri skilning í afhverju þeir gera vissa hluti og afhverju þú gerir aðra eða sömu hluti. Gallanir sem þú sér við hvað aðrir nota til að vera merkilegri en aðir geta leitt þig nær því að finna gallana í þínu eigin. Svo er annað sem þú átt líklegast eftir taka eftir, er þessi þörf til að vera merkilegri en aðrir jákvæð fyrir þig, jákvæð fyrir aðra, neikvæð fyrir þig, neikvæð fyrir aðra eða bara hlutlaus.

- Tengsli og ást er fjórða þörfin. Hverjir þurfa ást ? manneskja sem öskrar á þig “færðu þig!” er manneskja sem vantar ást svo það sættir sig við vissu. Allir hafa einhverntímann verið með ást og misst hana þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt. Þegar fólk fynnur ekki ást þá sætti það sig oft við að vera merkilegri en aðrir, sætta sig við það. Hvað geriru fyrir aðra sem þú elskar ? geriru það fyrir sjálfann þig. Ef þú ert ekki að gera það sem þú gerir fyir þá sem þú elskar fyrir þig afhverju ættir þú þá að elska þig ? bíblían segjir þér að elska aðra einsog þú elskar sjálfann þig en ef þú ert ekki að elska sjálfann þig hvernig ætlaru að fara að því að elska aðra ? hvernig ætlaru að fara að gera það fyrir aðra sem þú gerir eða getur ekki gert fyrir sjálfann þig ? Lýtur þú einhverntímann í spegilinn og segjir ég elska þig og innilega meint það ? líður þér kannski asnalega þegar þú gerir það, ef svo er, afhverju geriru það þá við aðra. Ef þú ert ekki tilbúinn að viðurkenna að þú elskir þig hvernig ætlaru að fara að því að viðurkenna að þú elskir aðra ? Þú getur fengið tengslin á marga vegu, gegnum tónlist, náttúruna, list eða sem dæmi með að vera veikur, og ef þú ferð inná spítalann þá færðu virkilega að kynnast tengslum, sérstaklega ef þú ert sagður dauðvona þá fara allir að koma til þín að segja að þeir elski þig. Þegar fólk nær lengra en þú þá líður þér ómerkilegra en það, en þér á bara að líða það á viss sviði, þú getur verið merkilegra en það á allt öðru sviði. Það eru tvær leiðir til að eiga stærsta húsið í bænum, fyrri er að rífa niður öll hús sem eru stærri en þín, hin er að halda áfram að byggja þitt upp, hvort er gáfulegra ? hvort er gáfulegra ef þetta á við um tilfiningar, að byggja þitt upp. Þetta skylja fæstir, flestir reyna að rífa hitt niður. Þegar öðrum gengur vel þá óska ég þeim til hamingju því ég er kannski ekki að reyna að ná því, ef ég myndi hugsa um þetta á neikvæðann hátt, hann náði þessu en ekki ég og þar eftir götonum þá myndi ég kenna huga mínum að þetta væri slæmur hlutur og ég myndi þá aldrei ná að gera þetta. Þegar þér mistekst þá koma allir til þín “ég veit hvernig þér líður” og reyna að hughreysta þig. Á þeim tíma punkti þá fynnur þú fyrir ást og tengslum því fæstir ná því sem þeir setja eithvað svona fyrir sig. En ef þú reynir ekki þá áttu aldrei efttir að komast að því hvort þú getir gert hlutinn eða ekki. Þú þarft að leggja þig í hættu. Veldu vini þína vel því þú verður að því sem þú ert með, ef þú liggur með hundum þá kemuru upp með flær. Ef þú ert með hærri staðal en vinir þínir þá eiga vinir þínir eftir að draga þig á sínn staðal. Þeir gera það ekki viljandi, þú byrjar að forðast rifrildi við þá og að þér líði vel meðan þeim líður illa þannig þú átt eftir að lækka þína staðla. Staðlar sem þú setur í lífinu er bein speglun á þeim sem þér þykir vænt um. Hversu margir geta hugsað sér manneskju sem skiptir þig það miklu máli að þegar þeim líður ekki vel, líður þér ekki vel. Ef þú hefur hærri staðla en það hefur þá getur þú ekki farið á undan þeim, þau reyna að halda aftur af þér. Gera þau það útaf því að þau eru að reyna að vera vond ? nei þau vilja ekki missa þig. Þá er kominn tími til að sleppa þeim, fara frá þeim, jafnvel að skipta um vini. En þá kemur spurning hvað nú ef þessir sem hafa valdið til að láta mér líða illa ef þeim líður illa erfjölskyldan mín ? svarið er einfalt, elskaðu fjölskylduna, veldu þá sem hafa áhrif á þig. Þess vegna geta sumir í fjölskyldunni orðið fyrir valinu að getað haft áhrif á þig, geturu valið einn í fjölskyldnni þinni sem þú myndir leyfa að hafa þessi áhrif á þig ? Hefur einhver sagt við þig að þeir séu stoltir af þér en þér líður einog þú hafir ekki gert neitt, þá er það afþví að þér fanst þetta ekki vera nógu merkielgt miðað við aðra. Þeim fannst það en ekki þér.

Hvað gerir hluti merkilega eða minnistæða, mikll sársauki eða mikill ánægja. Sjáið þið flækjuna við það að til að vera með vissu og óvissu, og að vera merkilegur. Til að vera merklegur þarftu að vera einstakur en hvað með að tengjast og þegar þú ert búinn að þvi þá ferðu að hugsa “en ég vill vera ég, ég vill ekki bara vera við” þá ferðu aftur í að vera merkilegur, einstakur, fólk gerir þetta oft. En þegar fólk finnur lausn á þessu þá hverfur þessi flækja því fólk þarf báðar þarfinar.

Það eru tvær þarfir eftir og þær eru aðal þarfinar því hinar fjórar geturu náð með neikvæðum hætti. Sem dæmi,vissu geturu fengið með því að stjórna öllum öðrum, það getur virkað í einhvern tíma en það er stór galli á því, því í lokin á það eftir að kosta þig ást og tengsl. Þú getur fengið óvissu með því að taka dóp. Fundist merkilegri en allir aðrir með því að rífa aðra niður og tengingu með því að eiga alltaf við vandamál að stríða. Það er hægt að lifa svona en þér á ekki eftir að lifa fullnægðu lífi þvi það vantar enþá að fylla seinunstu tvær þarfinar.

- Vaxa er fimmta þörfin. Ef hluturinn vex ekki hvað á hann eftir að gera ? hann deyr. Þú stækkar og gerir meiri kröfur en ef þú gerir ekkert til reyna vaxa þá stendur þú í stað.

- Verður að gefa af þér er sötta þörfin. Ef hluturinn gefur ekki af sér hvað gerir heimurinn ? útrýmir því. Ef það á við um heiminn afhverju ætti það ekki að eiga við um lífið þá? Þú verður að gefa af þér meira en af sjálfum þér því annars áttu ekki eftir að vaxa því þú átt aldrei eftir að vita hversu langt þú getur farið með hlutina. Þegar þú fattar að lífið snýst um meira en þig þá ferðu að gefa af þér.

Hver og einn nær þessum þörfum á sinn eiginn hátt. Getur þú náð þessum þörfuum sama hvað sé að gerast í heiminum. Ef ég er ekki með neina mentun engann bakgrunn þá get ég tekið til byssu og þá er ég viss um að fólk eigi eftir að svara mér, ég verð merkilegra en það sama hversu mikinn pening það á, allt í einu er óvissa því ég hef aldrei gert þetta áður og allt getur gerst, ég tengist þér með ofbeldi. Þessvegna hefur ofbeldi alltaf verið hjá okkur og verður allataf hjá okkur, ég segja þetta ekki af svartsýni heldur því þetta er eina leiðin til að ná öllum 4 þörfonum sama hversu lítið mentaður og hversu lítinn bakgrun þú ert með. Eitt um þessar sex þarfir fólk á til með að fynna eina þörf sem það meira en hinar því þær trúa að ef ég næ þeim næ ég hinum. Sama hverja þú velur þá á hún eftir að hafa mjög mikil á hrif á líf þitt. Menn eru með efni í líkamanum sem heitir tetastreól, sem ýtir undir það að merkilegri þörfin er með. Menn eru alltaf að reyna að vera merkilegri en aðrir, hvað eru íþróttir, íþóttir eru löggilt stríð. Konur eru með efni sem heitir oxiteisem sem kemur mikið fram þegar barn fæðist og ýtir undir ást, þær geta átt barn sem lýtur út einsog eðla en elska það samt og fynst það fallegt. Menn geta stungið ef en konur gera það almennt ekki.