já ég ætla ekki að neita því að mér finnst flest fólk fífl.


frá því að ég byrjaði í skóla hef ég orðið bæði fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi.. ég hef aldrei gert neitt sem lætur mig verðskulda það að vera barinn annannhvern dag í skólanum.
ég bjó áður en ég byjraði í skóla á stað þar sem allt var fullkomið æðislegur félagskapur og allt var svo gott..eða það fannst mér, ég var 5 ára..hver veit hvernig mér myndi finnast það í dag…
og svo eitt sumarið flytjum við í lítið “sjávarþorp”
og það er mjög erfitt því ég þekki engann þarna og þeir sem maður kynntist þar reyktu eða drukku..eða hvort tveggja, það var mjög erfitt að koma sér í þann félagsskap því þar þekktu allir alla svo það var mjög erfitt að vera “nýji strákurinn” þetta var svo sem ágætt fyrsta árið þá eignaðist ég góða vini sem ég hef algjörlega misst samband við, svo þegar ég byrja í 2 bekk flytja allir þeir sem ég var með í bekk í burtu svo ég þarf að vera með 3 og 4 bekk í tímum. þetta var voðalega erfið “ grúppa” sem flest allir kennarar gáfust upp á. þótt ég væri bara í 2-3 bekk þá var ég samt talinn vera “auminginn” í hópnum og var laminn næstum hvern einasta dag en það var bara eithvað sem ég huldi með mér.
þetta gekk svona áfram í 5 bekk. á þessum 3-4 árum var alltaf verið að skipta um kennara svo maður læraði aldrei neinar ákveðnar æfngar eða aðferðir því hver kennari kom með nýjar aðferðir svo ég lærði ekkert mikið þarna.. svo þegar ég loksins komst þaðan var ég algerlega búinn að missa allt sjálfstraust því ég var laminn alla daga og talað um mig eins og ég ætti ekki skilið að lifa og á endanum hélt ég að það væri bara þannig.
ég flyt svo á stóran bæ á norðurlandi og kemst eiginlega ekkert í félagskapinn þar því ég hef ekkert sjáflstraust eftir allar þessar barmsmíðar,
á þessum nýja stað þá er ég einn af þessum lokuðu gaurum sem segir ekkert nema ég þurfi þess.
á endanum gafst fólk upp á því að reyna að kinnast mér því ég þorði ekkert að vera að gera neitt með neinum, sjálfstraustið að deyja út.
ég meikaði alveg fyrsta árið þarna en svo þegar ég fer í 7 bekk þá er ég ekki laminn heldur bara hótað þangað til ég þori ekki að anda, mér var strítt af nördum, ég hugasi bara kemst ég lægra?
þetta ár var eyddi ég mest allt “ veikur ”
því ég þorði ekki í skólann fann ég alltaf upp einhverjar leiðir til að fá að sleppa honum.
svo fer ég á unglingastigið og þar hefur ástandið batnað en samt langt frá því að vera í lagi.
finnst mér,
ég er ekki laminn og er kominn með smá virðingu, held ég.
það eru samt margir sem hreinlega hata mig og minna mig reglulega á það sem er ofskaplega leiðinlegt..
svo eru alltaf einn til 2 sem þurfa alltaf að fá útrás og það bitnar oftast á mér.
sem er nú ekkert þannig að ég sé barinn algjörlega í kelssu frekar þannig að ég er kíldur leiðinlega fast í öxlina eða einhvern álíka líkaspart bara til að sjá hvort ég brotni niður eða nái að harka það af mér. ég hef alltaf komið fram við fólk eins vel og ég get en samt endar það alltaf með því að mér er strítt eða eithvað

afsakið stafsetninguna..ég er ekki lesblindur ég er bara léegur í stafsetningu.
“Take A Look To The Sky Just Before You Die…It´s The Last Time You Will.”-For Whom The Bell Tolls.