Ég! Okey ég ætla aðeins að segja ykkur frá mér og hvernig ég er:

Það halda allir að ég sé svo frábær og svo skemmtileg, alltaf til í að gera allt fyrir alla. Ég er kannski til í að gera allt fyrir alla og hef alltaf gert en ég bara fæ aldrei neitt í staðinn.
Ég pirrast mjög auðveldlega og ég fæ mjög fljótt leið á fólki.
Ef fólk gerir ekki eins og ég vil þá verð ég rosalega pirruð og hreyti orðunum í fólk og ég læt það oftast bitna á fólki sem mér þykir vænt um.

Ég legg fólk í einelti! Okey þið hugsið hvernig ég legg fólk í einelti og það er bara mjög einfalt.. málð er að ég læt fólki líða illa yfir því að hafa ekki komið á réttum tíma eða sagt e-ð vitlaust, ég fer í fýlu og þannig legg ég það í einelti….

Ég læt fólk vorkenna mér og svo læt ég eins og asni við það… Ég er svona manneskja sem á ekki skilið að lifa. Mamma mín er búin að gefast upp á mér og pabbi minn talar ekki við mig, liggur við að eina fólkið sem þolir mig er kærastinn minn og fjölskyldann hans sem heldur að ég sé skrítin.

Stundum vill fólk ekki sjá hvernig ég læt, það heldur bara áfram að leyfa mér að koma illa fram við það. Ég lýg að fólki og ég hreynlega kem bara illa fram við það.

Ég nenni ekki að vera í skóla, nýbyrjuð í menntaskóla og ég er búin að vera veik meiri hlutann af önninni. Ég læt mig verða veika. Mamma heldur að ég sé þunglynd! Það getur vel verið að ég sé það því eina stundina er ég rosalega glöð og hlæjandi og svo segir einhver eitt vitlaust og verð brjál og fer bara í fýlu og tala ekki við neinn, hugsa um að ég eigi bara að deyja. Ég nefnilega veit ekki hvort að ég eigi skilið að lifa eða ekki, ég veit ekki hvað ég á að gera við lífið mitt..

Jæja þá kemur það að vinum mínum. Ég er búin að hrekja alla vini mína í burtu(það er að segja ef að ég á einhverja vini). Ég er með 2 af bestum vinum mínum í skóla og ég tek ekki eina stund og reyni að tala við þau. Kannski útaf því að vinkona mín(sem við skulum kalla Y) er of upptekin af vini mínum (sem við skulum kalla X)
Y var alltaf hrifin af X, hún var hrifin af honum í 7.bekk og alveg til 9. eða 10 bekk….
Ég veit að X hefur aldrei verið hrifin af Y….
Þá gerðist það í 8 eða 9 bekk að það kom stelpa í bekkinn okkar, ekkert smá skemmtileg og sæt og það bara dýrkuðu hana allir..Ég og Y fórum til hennar og vildum leyfa henni að vera með okkur í vinahóp og hún varð ekkert smá ánægð með það, yfirleitt var ég miðpunktur vinahópsins en það breyttist aðeins þegar þessi stelpa kom í hann. Eftir að hún kom þá fór ég smá saman að fjarlægast hópinn(viljandi)

Mér finnst núna eins og ég sé að hrekja kærastan minn í burtu útaf því að ég er eitthvað pirruð út í sjálfa mig, ég veit ekki afhverju ég er það, en ég er að láta pirringinn bitna á kærastanum mínum og mömmu minni og ég veit að þeim líður rosalega illa útaf þessu og þeim langar til að hjálpa mér en ég veit ekki hvernig er hægt að hjálpa mér, kannski vil ég ekki láta hjálpa mér en ég veit það ekki fyrr en ég fæ hjálp. Ég veit ekki hvað ég vil……….

Er eitthvað að mér?? Þarf ég hjálp eða er þetta eitthvað sem aðeins ég get breytt????
Mig langar ekki til að vera svona!!