Ég er hræddur við dauðann. Ég er ekki hetja úr sögum sem maður las sem barn og sá myndir um þar sem þær sögðu að þær óttuðust ekki dauðann. Ástæðan fyrir því að ég óttast dauðann er einföld; Ég elska að lifa. Ég hef velt dauðanum fyrir mér mörgum sinnum, hugsanir mínar byrja alltaf þannig að ég dey friðsamlega, vonandi í góðum höndum og líður vel og hverf inn í hið óendanlega. Ég semsagt lifi áfram, ég fer bara burt frá líkamanum og endurfæðist vonandi í gott umhverfi. Ef ég væri Anton myndi ég hætta þar og bara láta mér líða vel. En ég er hugsandi mannvera ég rökræði við sjálfan mig, með spurningum, og oft hvað ef? Skilningur minn verður dýpri í hvert skipti sem ég hugsa um þetta, ég veit að ég dey og hugsa vonandi geri ég mitt besta til að lifa lífinu og fara sáttur frá.

Ég hugsaði í fyrsta skipti raunverulega um dauðann þegar ég var í svona fjórða bekk. Ég var nýkominn úr sveitinni, og foreldrar mínir voru að tala um hvað það væri ótrúlegt hvað afi væri sprækur, hann hefði átt að vera löngu látinn miðað við öll veikindin í gegnum tíðina. Ég hafði þá, horft upp á nokkra ættingja deyja, og átti fljótlega eftir að horfa á eftir fleirum. Mín hugsun var að sjálfsögðu að verða þroskaðari á þessum árum og ég skyldi að það yrði ekki allt gott. Líf mitt sem krakki hafði auðvitað verið upp og niður, en ég var þó glaður krakki almennt, og ég þakka fyrir það. Ég fór út að labba um kvöldið til að losna við þessar hugsanir, sem ég átti mjög erfitt með þegar ég rekst á bekkjarsystur mína og ágætis vinkonu sem heimtar að ég komi með henni í eina krónu, niðri í skóla, ásamt fleiri krökkum. Ég fór heim fyrst, ég hafði fellt nokkur tár, því ég var svo hræddur um að missa afa minn, svo komst ég að því að ég ætti líka eftir að lenda í þessu hvað yrði um mig? Yrði ég kannski að engu, bara efni sem myndu sameinast moldinni með tímanum og verða ekkert í þessum stóra heimi, sem ég gerði mér enga grein fyrir hvað var stór. Yrði ekki neitt voru orð sem stóðu í mér, maginn sökk gjörsamlega. Að lokum ákvað ég þó að fara út og njóta lífsins sem mér var gefið. Þetta kvöld skemmti ég mér vel, og ég gleymdi öllum þessum hugsunum.

Ég geymdi dauðann, því ég gleymdi honum í öllu sem ég var að gera eftir viku, ég gleymdi dauðanum. Svo komu upp nokkur andlát í minni fjölskyldu, og ég fór aðeins að hugsa, en náði að loka þeim hugsunum. Ég hef alltaf velt þessu fyrir mér mjög reglulega en það varð aldrei meira úr þessu. Ýmist kom inní þetta, hvað væri ég ef ég hefði ekki fæðst hérna og annað slíkt. Þá komst ég að því að ég er heppinn. En móðir mín sagði einu sinni orð sem ég mun alltaf muna þegar ég loksins spurði hana útí þetta sagði hún: Manni er ekki ætlað að vita hvað gerist eftir dauðann. Þetta þaggaði niður í mínum hugsunum sem síðan þá hafa haft meiri von um að ég fari á einhvern stað eftir lífið.

Í dag hugsa ég um dauðann mun opinskárra, en ég enda alltaf eins, sama þó ég sé kristinn, þá er ég alltaf að efast, hvað ef himnaríki er ekki til? Þetta endar alltaf þannig ég er logandi hræddur um að ég verði ekki neitt, en ólíkt áður hugsa ég um að þó ég deyji, verð ég vonandi í faðmi þeirra sem ég elska, ég vill ekki deyja allslaus og bitur út í lífið.

Dauðinn er eitthvað sem ég hræðist, en þó, hræðist ég mest að missa aðra eða að aðrir sem þarfnast mín missi mig. Ég vill bara deyja fullnægður eftir lífið, ánægður og án þess að sjá eftir neinu.
Rök>Tilfinningar