Já, ekki fara að vorkenna mér neitt… Ég er ekki að biðja um vorkunn með þessari grein.

En ég þarf að röfla yfir því að ég á það til að missa alla samvisku =/

Sko…. Heimurinn hefur ekki komið neitt sérstaklega fram við mig. Ég ólst upp útí sveit, með heppni gat ég hitt krakka á mínum aldri stundum (aðra en systur mína). Þegar ég kom í grunnskóla var ég svo lagður í gróft einelti. Ég var laminn nánast daglega, ég fékk ekki að vera með í neinu og ég var kallaður ýmsum nöfnum sem ég man ekki, en ég man að ég þorði ekki að segja fullorðnum hver þau orð væru. Var hræddur við að nefna orðin. Svona gekk hver einasti skóladagur í 5 ár, alveg út fimmta bekk, þó að þegar á leið hafi maður nú ekki verið laminn daglega, en oft þó.

Í sjötta bekk eignaðist ég minn fyrsta vin, og ég fékk kennara sem stoppaði allt einelti nánast. Það var þvílík breyting fyrir mig. Mér leið svosum ágætlega þetta ár, en var þó alltaf skíthræddur um að gera eitthvað vitlaust svo ég yrði laminn eða eitthvað álíka.

Svo í byrjun sjöunda bekkjar sýndi ég afhverju ég hafði nú verið lagður í einelti….. Ég semsagt réðst á þennan vin minn útaf einhverju smávægilegu atviki. Vinskapurinn náttúrulega slitnaði og ég var vinalaus aftur.

Ég hafði reynt að vera alveg fínn, málið er að ég var bara mjög auðpirraður svo krakkarnir skemmtu sér við að pirra mig. Ég vildi oft gera eitthvað til að hjálpa fólki sem þurfti hjálp á þessum tíma, en þorði því sjaldnast því það var búið að hræða mig til að þegja bara eða vera laminn.

Í áttunda bekk… Já, í byrjun áttunda bekkjar virtist ekkert ætla að breytast. Síðan lenti ég við hliðina á tveimur nettklikkuðum gaurum þegar dregið var um sæti. Nánast það sem eftir var skólaársins höfðum við lítið virki í kringum borðið okkar og plönuðum herárásir og stofnuðum rússneska mafíu, áttum það til að skrifa nöfn okkar afturábak til að dyljast. How nerdy, but fun. Í lok ársins kom svo fram hálfgerður klúbbur í skólanum, sem við kölluðum stjórnmálaflokk. Það var alveg þriðjungur unglingadeildarinnar í þessum flokki (um 35-40 manns), og ég hafði einhvernveginn komist í stjórn, var gjaldkeri.

Tilgangur flokksins var, að félagsmenn borguðu 100 krónur vikulega til mín og á föstudögum fórum við og keyptum fullt af kóki og drukkum á okkur gat. Við hötuðum grænflaggið og leyfðum stelpum ekki að vera í flokknum. That's about it.

Síðan leystist þetta náttúrulega fljótlega upp, en þarna hafði ég eignast kunningja. Vann síðan um sumarið í unglingavinnunni og var það mjög gaman, þetta var stuðflokkur. Eyddum öllum vinnutímanum í að hoppa á hvort annað og hlaðast svo upp þannig að sá neðsti hafði nokkra ofan á sér.

Síðan í níunda bekk varð ég líklegast eitthvað nálægt því að vera “vinsæll”. Mér var orðið sama um allt og alla, enginn kom vel fram við mig svo ég ætlaði ekkert að koma vel fram við aðra, hugsaði bara um sjálfan mig á því tímabili, var fullkomlega samviskulaus og hafði gaman af. Og já, með því hugarfari varð ég eiginlega vinsæll. Þannig virkar víst kerfið.

Ég veit samt að ég var mikið baktalaður á þessu tímabili, en hey, það er hluti af vinsældum right? Jubb.

En hvernig varð ég “vinsæll” (allir könnuðust við mig og ég átti marga kunningja o.þ.h.)? Það var mjög einfalt, ég einfaldlega fór að leggja einhvern í einelti. Strák sem hafði ekkert gert mér. Afhverju hann? Afþví að hann var auðveld bráð. Ég hafði enga samvisku, að gera svona þrátt fyrir að vita hvernig það er að vera lagður í einelti. Ég var bara það þreyttur á vinaleysinu að ég sá þarna leið til að koma mér á framfæri, á kostnað annars… Og ég greip tækifærið. Uppskar hlátur, og kynntist mörgum úr þáverandi tíunda bekk sem ég hafði ekki þekkt áður, margir fínir strákar þar.

Annars, þessi strákur sem ég lagði í einelti var í tíunda bekk, og öllum líkaði illa við hann þar. Strákarnir sem þekktu hann hvöttu mig bara áfram. Ég gekk það langt að einu sinni fór hann grátandi heim úr skólanum og hætti ekki fyrr en mér var hótað kæru. Ég hætti þá, og það var ekki vegna samviskubits.

Síðan leið tíminn bara, gaman að því… En einhverntímann fer mér að líða illa yfir að hafa gert þetta, en það var of seint að biðjast afsökunar fannst mér. En samviskan virtist vera komin aftur, að einhverju leyti… Ég vildi hjálpa fólki og ég vildi að öllum liði vel. Hippie-like boðskapur.

En af og til síðan þá hafa komið kaflar þarsem ég gjörsamlega missi alla samvisku og er bara plain fáviti.. Plain evil =/ Ég finn aldrei til samviskubits þegar ég stel hlutum, né eitthvað þannig. Ég get gert hluti án þess að sjá nokkuð eftir því, en síðan, nokkrum dögum og jafnvel bara nokkrum vikum eða mánuðum síðar sé ég eitthvað eftir hlutunum. En skemmti mér við að vera evil eða stela og get ekki hætt því…

Mér bara… Afhverju ætti mér ekki að vera sama? Ég meina, hvað hefur heimurinn gert fyrir mig? Hvað hefur fólk gert til að láta mér líða vel?

Ég hef verið einmana alla mína ævi, fyrir utan þann tíma sem ég eyddi með einu kærustunni sem ég hef átt. En ég hef núna hrakið hana frá mér með þessum fávitaskap einsog ég gerði við vin minn forðum =/

Ég á marga vini núna, en er samt frekar einmana. Veit ekki afhverju… En jæja. Kannske því ég hitti þá ekki oft, tala oftast bara við þá í síma eða á MSN. Og kannske vantar mig bara einhvern til að faðma, hver veit?

Annars… á síðasta ári hef ég eignast vini sem vilja láta mér líða vel. Núna hef ég loksins eitthvað til að lifa fyrir, ólíkt hinum árunum sem ég hef lifað. Hversvegna langar mig þá meira til að deyja en nokkurntímann, hversvegna haga ég mér þá einsog fáviti og hætti á að missa vinina, og hversvegna líður mér einsog mig vanti eitthvað í lífið?

Ég tel mig alveg ágætan… Vil enn fólki vel. Málið er að ég dett inní köst þarsem ég læt sem algert fífl, oftast þegar ég er bitur útí lífið eða álíka.

Ég samt þori aldrei að gera neitt í neinu, og þori nánast aldrei að byrja neitt sjálfur. Einsog t.d. að heilsa fólki að fyrra bragði án þess að vita að ég megi það. Eða eitthvað í þá áttina. Að hjálpa gömlu fólki, þori því ekki, ekki viss hvort ég megi það.

Annars… Þessi grein hoppar úr einu í annað, ég veit. En jæja. Vonandi skildist allavega eitthvað.

Sjálfstraust? Já, þarf eitthvað af því. Samviska? Tjah, þarf að láta hana endast eitthvað.

Svo spurning til hugara.. Er ég slæm manneskja? Ég held það oft á tíðum… Dæmið mig útfrá þessari grein sem er örugglega hlutdræg því ég skrifaði hana. Hah, vei.

Held ég sé bara illilega brenglaður eftir slappa æsku.