Ég er að verða brjáluð á systur minni og þar sem ég held að allir vinir mínir séu komnir með leið á því að ég sé að tala um hana við þá ákvað ég bara að skrifa grein hérna inn til að fá smá útrás.

Ég er manneskja með frekar lágt sjálfsálit og finnst þess vegna óþægilegt þegar verið er að setja út á mig þegar mér leið kannski loksins ágætlega með sjálfa mig. Systir mín gerir mikið af því að setja mikið út á mig í alla staði. Ég er á 15 ári og hún er ári eldri og finnst hún vera svo frábær og æðisleg, eða allavega miðað við mig. Vinir mínir hafa alveg tekið eftir þessu, eða amk að hluta til, en kannski ekki því allra versta.
Ég er svona pilsa manneskja og finnst gaman að vera fín og svoleiðis. Systir mín er öfugt við mig. Alltaf þegar ég er e-ð fín og líður kannski ágætlega með útlitið þarf hún alltaf að setja út á það og segja að ég sé með einhverja sýningastæla og spurja af hverju ég geri ekki bara eins og hún. Ef við rífumst þá er hún oft bara að leika sér að espa mig upp og gera mig pirraða. Oft rífumst við þó þannig að við séum báðar orðnar reiðar og þá oft fer hún að lemja mig ef ég hef ekki sömu skoðun og hún og það hefur endað þannig að hún sparkar mig niður. Ég er þarna eins og algjör kjúklingur því ég get ekkert gert því ég bara get ekki lamið manneskju og meint það, ef þið skiljið hvað ég á við. Eitt það ömurlegasta sem hún gerði var þegar ég var pirruð um daginn í skólanum. Þegar ég verð pirruð verð ég mjög pirruð og þá er bara best að fólk tali ekki við mig því ég verð bara ömurleg við það. Hún kom þarna og fór að skamma mig og endaði með því að fara að lemja mig fyrir framan allan skólann! Það endaði bara þannig að ég brotnaði niður og hljóp inn á bað og vissi ekkert hvað ég átti að gera, skammaðist mín svo mikið. Það er bara eins og allt sem ég geri sé vitlaust.

Ég er nýbyrjuð með strák núna. Auðvitað þurfti hún að fara að setja út á það. Um leið og hún frétti það kom hún inn til mín og fór að segja hvað þetta væri asnalegt og bla bla bla! Fór eitthvað að tala um að ég þekkti hann ekki og eitthvað rugl bara. Ég er búin að vera með þessum strák í bekk síðan í 2.bekk og við erum búin að vera ágætis vinir síðan þá og svo talar hún um að ég þekki hann ekki! Jæja, sama kvöld vorum við svo að borða ásamt mömmu og þá þurfti hún endilega að fara að stríða mér e-ð út af þessu og fór svo að setja eitthvað út á þetta og var bara með leiðindi. Ég held að ég hafi enst við matarborðið í 7 mínútur og fór þá bara inn í herbergi því ég nennti bara ekki að hlusta á hana einu sinni enn. Ég kom svo aftur fram eftir svona 10 mínútur og labbaði fram hjá eldhúsinu og þá var hún ennþá að tala um þetta! Alveg ótrúleg. Samt, örugglega það ömurlegasta sem hún hefur gert við mig var í febrúar. Ég var búin að vera hrifin af sama stráknum í 3 mánuði þá en hann var búinn að fara frekar illa með mig. Jæja, hún sem sagt sagði honum að ég væri ekki lengur hrifin af honum og svaf hjá honum! Halló sko!! Og svo vill hún alltaf að við séum svo góðar vinkonur og er alltaf að kvarta yfir því að ég segi henni ekkert. Er það furða?!

Jæja, ég er sem sagt bara alveg komin með upp í kok á systur minni eins og þið sjáið. Ég má heldur ekki gera neitt, ekki fara í partý eða neitt svoleiðis heldur vill hún bara að ég sé góða barnið heima. Hún coverar mig meira að segja ekki og guð má vita hvað ég hef oft coverað hana! Og núna erum við að fara að flytja og kærastinn hennar kemur með og það er enn verra að hafa þau bæði. En allavega þá bara vildi ég fá útrás :)