Vitið þið hvað fer fram á götum Reykjavíkurborgar á hverjum degi? Þið vitið kannzki hluta af því, mjög lítinn hluta. Afhverju veit ég afhverju þið vitið svona lítið? Af því að þetta er svona, það vill væntanlega enginn hafa þetta svona.

Staðan er þannig á götunum að börn, já börn, því fólk sem er undir átján ára aldri eru bara óharnaðir unglingar, móttækileg, auðveld til blekkjingaleikja. Óprúttnir menn sem flytja inn efni til landsins í stórum stíl nota þennan aldurshóp. Þetta er hentugt fyrir þá, að nota þá sem nú þegar eru sokknir í neyzlu eiturlyfja, til að selja þessi efni fyrir sig. Meira að segja unglingar sem hafa aldrei verið í neinu eru líka notaðir, bara á annan hátt, lofað himinháum upphæðum í skiptum fyrir sölu á miklu magni eiturlyfja. Feður og mæður börn ykkar gætu verið dílerar.

Þannig er þetta, menn er dregnir áfram á ýmisst eiturlyfja- eða peningafíkn til þess að selja eiturlyf. Börn og unglingar taka við sínum upplýsingum frá heildsalanum, sem er varla mjög áreiðanlegur aðili, nota þessar upplýsingar við sölu efnanna. Menn sem hafa lengi verið í neyzlu efna vita lítið sem ekkert um þessi efni nema það sem þeir hafa fengið frá félögum í neyzlunni.

Því ekki að hafa efnin lögleg? Hafa alvöru fræðzlu um efnin, ekki senda inn hóp af fólki inn í framhaldsskólana að tala við fólkið þar eins og þau séu fimm ára. Þannig er nefnilega öll umfjöllun um eiturlyf á Íslandi, eins og fólk viti ekki hvað þetta er, það er talað við fólk eins og það sé börn, ekki verið að höfða til skynsemi fólks heldur er því sagt einhverjar grýlusögur. Eiturlyf hafa alltaf verið til, verða alltaf til, þeir sem misnota þau verða líka alltaf til en samt er þetta allt bannað tabú.

Hvernig væri að vakna upp við skítalyktina og átta sig á vandamálinu og taka á því? Það að eiturlyf séu bönnuð þýðir ekki að þau séu ekki til staðar, það þýðir einfaldlega að þau verða minna sýnileg. Hér er krækja í hneykslanlegar niðurstöður, en engu að síður þá standa þær svona.

http://www.lr.is/police.nsf/pages/hluti_iv_fikniefnabrot.html

Þessir íslensku fíkniefnagreifar hneppa börn þjóðarinnar í skulda-fangelsi hálfgert eiginlega. Þeir láta viðkomandi fá efni fyrir 200.000 krónur, viðkomandi notar efni fyrir kannzki 100.000 kr. og nær að selja hin fyrir 150.000 kr. Það vantar 50.000 krónur í uppgjörið, handrukkarinn fer á stjá og allt fer fjandans til. Svo er farið að ganga á foreldra þegar búið er að kreista allt úr barninu, erum við sátt við að lifa í svona þjóðfélagi?

Það sem margir segja til að halda fíkniefnum áfram löglegum er það að allt eigi að fara til fjandans með því að lögleiða þau. Nei það gerir það ekki því þá erum við með puttann á púlsinum, vitum af því sem er að gerast. Það verða alltaf einhverjir sem misnota fíkniefni, hvort sem þau eru lögleg eða ekki, þeir fela það bara betur á meðan þau eru ólögleg.

Sláum því hendi á móti skipulagðri glæpastarfsemi og heilaþvætti eiturlyfjasala, hættum álíka heimskulegum heilaþvætti stjórnvalda sem segir bara að eiturlyf drepa án þess að gera fólki grein fyrir hvernig þau drepa. Upplýsa fólk, upplýst fólk er skynsamt fólk. Lögleiðum eitrið og berjumst á móti því á heimavelli, okkar barátta má sín lítils við hliðina á hinum illa heimi eiturlyfja og glæpa sem er nú á götunum.