Það er alveg ótrúlega leiðinlegt hvað lífið getur verið glatað stundum. Það er nokkurnveginn bara á einu stóru gráu svæði.

Og vitiði hvað, ég hata grá svæði. Ég hata kannske. Ég vil hafa þetta svart og hvítt, já og nei. Eitthvað sem hægt er að treysta á.

En, svo virðist sem ég er ein að ráfa um týnd á þessum stóra grá reiti og lífið mitt sé bara eintómt grátt svæði. Ekkert til að treysta á. Pirrandi, eh?

Ég þoli ekki heldur þegar fólk segjir eitt, en meinar hitt. Segjir já, en meinar nei. Á stundinni er það hvítt, þegar það er í rauninni svart. Svo það er í rauninni bara grátt svæði. Kannske. Ótrúlegt hvað maður getur ekki verið viss með neitt lengur, ég get það ekki. Kannske er ég bara ein um það, kannske er það bara ég ein sem er að ráfa á gráu svæði en allir hinir eru búnir að rata frá því. Ég er bara kannske dæmd til að hanga hérna, þar sem ekkert er pottþétt…

Þar sem ekkert er til að treysta á.

Þetta er nokkurnveginn lífið mitt í hnotskurn. Eitt stórt grátt svæði. Ég fæ ekki tveggja blaðsíðna hnotskurn um lífið mitt einsog flestir aðrir, heldur fæ ég 4 orð.

Ég þoli ekki að vera svona týnd. Hver þolir að vera týndur? Stundum óska ég þess að ég komist í burtu frá þessu öllu, frá fjölskyldunni, frá vinunum… frá honum…

Og byrji bara á nýju lífi. Skil þetta gamla eftir. Byrja að lifa lífinu þar sem lífið er bara annað hvort svart eða hvítt, einstöku sinnum grátt kannske… En ekki bara grátt svæði.

En hver hugsar svo sem ekki svona einhverntíman á lífsleiðinni?
Maður spyr sig.

En svona getur þetta ekki verið einfalt. Tilfinningar mínar stangast á við það sem mig langar. Og stundum er það ekki einn hlutur sem mig langar, heldur tveir. Sem gerir dæmið aðeins erfiðara.

Semsagt, núna ætla ég að væla aðeins. Ég ætla bara að úrhella öllu sem pirrar mig. Svo ef þið eruð að fara að skítkasta mig og kalla mig ‘emo’ þá er mér alveg sama. Ég bað ykkur ekki um að lesa þetta…

Fjölskyldan mín. Ég elska hana, ég myndi gera hvað sem er fyrir hana…
Samt sem áður langar mig ótrúlega bara að yfirgefa hana. Fá mér nýja. Þannig vill nefninlega svo skemmtilega til að ég er að lifa lífinu fyrir þau. Það er einsog þau hafi ákveðið að búa til barn úr afgöngunum og stjórna því. En svo einfalt er það ekki, ég er svo ólík þeim. Ég hef bara ekki sömu væntingar til lífsins og þau. Mér finnst svo sem ekkert skrítið að þau vilji að ég æfi íþróttir. EN AFHVERJU Í ANDSKOTANUM MÁ ÉG EKKI VELJA ÍÞRÓTTINA SJÁLF? Þau geta ekki lamið því í sig að mér þykir fótbolti hundleiðinlegur. Ágætt að fylgjast með honum og stundum leika sér bara í honum. En að æfa hann og taka hann af svona mikilli alvöru er bara hundleiðinlegt. Þau eru búin að ýta mér svo áfram í þessari í þrótt að ég hata hana. Sama hvað ég hef beðið og vælt, þá má ég ekki æfa aðra íþrótt. Jú, ég má æfa aðra íþrótt… ef fótbolti fylgir líka dæminu.

Gleymum því ekki að þeim finnst ég alveg drep fyndin. Ágætt að vera fyndin. En þegar þau kafna næstum því úr hlátri þegar ég meiði mig þá finnst mér þetta nú orðið dágott. Ætti ég kannske ekki bara drepa mig og þau myndu drepast úr hlátri?

Maður spyr sig.

Svo eru það strákar. Skondið að maður skuli alltaf eltast á eftir þeim, sama hversu oft þeir særa mann. Ekki það að ég hafi einhverntíman verið major særð af þeim.. Oft eru það samt litlu hlutirnir sem skipta máli. Þegar ég var í 5.bekk var ég hrifin af sama stráknum uppí 8.bekk… Reyndar með nokkrum stoppum. Svo kynntist ég besta vini mínum. Var ekkert hrifin af honum, var bara svona ‘ekki hrifin af neinum’. Einsog mér fannst þessi strákur nú frábær. Svo kom nú að því að ég þurfti far frá bænum heim og drengurinn misnotaði sér mig þegar ég var sofandi… ég hef í rauninni aldrei getað fyrirgefið honum það, enda hata ég hann og hef ágætis ástæðu fyrir því. Svo var strákurinn sem kom á eftir honum. Það var fyrst i kossinn minn og við vorum svona að ‘dúlla’ okkur í mánuð… Vorum næstum því byrjuð saman, eða það hélt ég … Sérstaklega þegar hann sagðist elska mig. Daginn eftir var hann nú byrjaður að dunda sér með bestu vinkonu minni svo ég vissi ekkert hvernig á mig stóð veðrið. Svo kom strákur sem mér hefur í rauninni aldrei tekist á sleppa, sama hvað ég reyni. Hann gerði nánast það sama.. Nema hann flutti einn góðan dag til Danmerkur.

Svo kom fyrsti kærastinn minn, núna 2005. Hann á mjög líklega eftir að lesa þetta.. hvað um það, ég er nógu pirruð núna og á líklega eftir að sjá eftir þessu.. En það er seinnitímavandamál.

Ég elska hann. En við búum svo hrikalega langt frá hvort öðru að ég hef ekki meikað það. Svo það endaði einhverntíman, en hann var nú ekki lengi að troða sér næstum því á aðra, ég reyndi að vera sama.. Það gekk illa, svona aðalega þar sem voru tveir dagar síðan við hættum saman og ég hélt að ég væri meira virði en svo. Líka þar sem hann lofaði mér að bíða eftir mér, þótt ég hefði sagt að hann þyrfti þess ekki, þangað til við bjyggum nær. Og þótt við höfum verið svolítið saman síðan það gerðist þá er ég ennþá særð. Bara tilhugsunin að það hefði eitthvað getað gerst er ömurleg. Ég hefði frekar viljað að hann hefði gert það og ég bara gleymt honum frekar að hanga enn og aftur á þessu andskotans gráa svæði.

Hvort er betra… Að vera ein og einskisvirði, en að vera með einhverjum sem minnir mann á það hvað maður er einskisvirði?

Maður spyr sig. En síðan aftur á móti er ég líklega að overíakta. Við vorum ekki saman, ég sagði við hann að hann væri frjáls ferða sinna. EN hefði hann ekki lofað mér að bíða, þá væri mér líka slétt sama.

En því miður.

Ég hata hvað manni finnst maður þurfa flýta sér með allt. Ég þarf ekkert að flýta mér að finna strák, ég veit það ósköp vel. EN samt geri ég það.. afhverju?

Svona getur maður verið ungur og vitlaus :)

Svo eru það vinir mínir. Það gerðist í 9.bekk að ég gerði þá kvillu að detta í það. Kvilla og ekki kvilla, ég sé svo sem ekkert eftir þessu. Málið er bara að vinir mínir dæmdu mig hrikalega eftir þetta eina fyllerí. Þau hættu að tala við mig flest þeirra, þannig ég hætti þessu nánast strax þótt þetta hafi gerst nokkru sinnum eftir það og þau dæmt mig jafn hart aftur. Svo er ég nýbúin núna að fá þau aftur á mitt band, og ég er skít hrædd um að missa þau aftur, útaf því núna er ég eilítið eldri og mig langar að gera þetta aftur. Mig langar að gera þetta nokkrum sinnum því mér þykir þetta gott, og það er oft mjög gaman að hitta nýtt fólk á svona og sletta úr klaufunum og gera eitthvað sem maður sér eftir.

En þau dæma mig. Og ég vil ekki missa þau. Spurningin er samt hvort að þau séu nokkuð alvöru vinir mínir fyrst þau dæma mig fyrir það eitt að drekka. Ég hef ekkert breyst, ég er ennþá sama manneskjan.

Kannske er þetta ekki eins erfitt og mér sýnist þetta vera. Það er kannske bara eitt auðvelt svar við öllu :) MÁLIÐ ER AÐ MÉR ER LÍFSINS ÓMÖGULEGT AÐ FINNA ÞAÐ!

Æji vá, ég veit ekki. Afhverju getur maður ekki horfið frá gráa svæðinu?