Það hafa allir lent í því að vera að segja sannleikann en enginn trúir manni. Ég lenti í því í morgun að vakna við það að vera ásakaður um að hafa komið mun seinna heim en ég gerði. Ég vissi að ég hefði rétt fyrir mér nema var ekki gefið nægt traust, svo ég hugsaði og hugsaði um það hvernig ég gæti sannað mitt mál, því að ég hef virkilega gaman að því að sýna þessari manneskju að hún hefur rangt fyrir sér. Svo ég hugsaði hvað eg gerði um leið og ég kom heim. Eins og svo margir þá finnst mér ágætt að koma heim og setjast aðeins við tölvuna. Ég vissi að aðsjálfsögðu væru til skrár yfir það hvenær og hvað maður gerir í henni allavega á netinu. Svo ég fór í history og leitaði að einvherju sem ég gerði, hægri smellti á það og ýtti á properties og þar blasaði það við mér, akkurat það sem ég þurfti til að sýna fram á það að ég lygi ekki.

Það sem ég sá var yfirlit yfir það hvenær ég heimsótti síðuna síðast og þetta er mjög einfalt að gera. Svo ef þið eruð ásökuð um eitthvað á borð við það sem ég var ásakaður um og fóruð heim í tölvuna fyrir þann tíma sem þið áttuð að vera komin heim þá getiði farið í internet explorer, farið svo í history sem er stundum efst uppi á rammanum en þið gætuð þurft að fara í view og explorer bar og þá sjáiði link til að setja history þarna efst sem heitir bara history.þegar hingað er komið þá einfaldlega finniði þá síðu sem þið voruð á þegar þið eruð ásökuð um að vera í burtu og hægri klikkið á properties og þið hafið sannað ykkar mál.