Slúður, eigum við aðeins að fara útí það hvað það er. að mínu mati er það sama og sjálfsvörn, sjálfsvörn gegn sjálfum sér í raun og veru.
Þeir sem slúðra um aðra eru mjög oft að reyna að fela eithvað í sjálfum sér. Hvernig kemst sú manneskja í gegnum lífið, hún reynir að komast í gegnum það með því að benda á aðra og losa sig undan ábyrgðinni.
Fólk sem slúðrar sér oft flísina í auga náungans en sér ekki bjálkan sem stendur útúr sínu eigin. Hver er þá í raun og veru að tapa á því að slúðra. Er það ekki í raun og veru þeir sem eru að slúðra sem eru að tapa á þessu, þeir ná ekki að læra af því hvernig er að viðurkenna mistök sín og þar af leiðandi vaxa þeir ekki.
Hvað gerir alheimurinn við hluti sem vaxa ekki og þroskast ekki, hann eyðir þeim, þeir deyja og líður illa svo þegar uppi stendur. Hvað fær þá fólk útúr því að slúðra, jú það fær það að getað falið sýna eigin veikleika og galla.
Hvað lærir fólk á því að slúðra? það lærir í raun og veri mjög takmarkað á því annað en að fela sig. En ef fólk myndi viðurkenna sín eigin mistök í staðin fyrir að benda á mistök annara.
Það myndi fá virðingu og læra af því, það lærir engin af mistökum þínum nema þú. Fólk verður að vera tilbúið að leggja eithvað í hættu til að fá eithvað en hvað nú af fólk lætur aðra í hættu til að fá eihvað, sem dæmi að þeir verði niðurlægðir en þú færð brandara útá það.
Hverjum fyndinst það rétt ? ég get sagt ykkur það að ég hef lent í því að vera brandarinn og það bitnaði á mér í mörg ár. En ég hef líka verið sá sem sagði brandarann en í dag segji ég ekki slúður sem bitnar á öðrum.
Ég segji hvað ég gerði vitlaust og ég hlæ að því í staðinn fyrir að hlæja að því þegar einhver annar dettur hlæ ég þegar ég dett. Allt er fyndin svo lengi sem það gerist fyrir einhvern annann. Ég vill frekar að þessu sé snúið við og komið í veg fyrir að það sé verið að slúðra slæmt um alla í kringum þig, láttu þá hlæja að einhverju sem þú gerir ekki einhverju sem einhver annar gerir. Ef þú leytar að vorkun, láttu þá vokrenna þér fyrir það sem kom fyrir þig en ekki vera að segja hvað einvher aðili gerði þér, það er ekki hægt að benda á einn þegar tveir deila.