Hvert er heimurinn að fara?? Já ég bara spyr.. t.d. Þegar Unnur Birna vann Miss World þá var það í fyrsta sinn í langann tíma sem það var góð og skemmtileg frétt í upphafi frétta tíma hjá öllum fréttatímunum. Annars er bara sagt frá Spreningum hér og þar, fólk að deyja, slys, morð, hryðjuverk, sorg og svona mætti lengi telja. Einnig eru stór myndir í bíó alltaf um stríð eða hörmungar.. Eða jafnvel tvær fullkomnustu mannverur sem maður hefur séð að kyssast sem minkar náttúrulega sjálfsímyndina. Jæja það væri kanski ekkert gaman að horfa á mynd um ósköp venjulega manneskju lifa ósköp venjulegan dag.. en fólk má nú vera frumlegt eins og það er í sumum sögum. Síðasta sem ég ætla að segja um bíó myndir er það að það er alltaf troðið inn einhverjum ástarsögum sem oft skemma myndir sem hafa áhrif á krakka..
Í skólanum mínum eru t.d. 13 ára gamlir krakkar að hreinsa munninn á hvor öðru í götum eða jafnvel í tímum. Sambönd eru líka orðin mun “alvarlegri” en áður. Vinkona mín sem er 13 er búin að vera með sama stráknum í ár.. meðan það að flestir eru bara með barnaskot og eitthvað þannig. Meðal annars eru krakkar farnir að ganga alla leið mikið fyrr… Það er líka talað mikið um kynlíf og þótt það sé í djóki er það aðal umræðan og lang flestir brandaranir þannig… Svo ef þú segjir eitthvað gróft ertu örugg/ur um að hafa sagt eitthvað fyndið kanski útaf óþroska? Jæja mér finnst sumt fyndið en sumt ofnotað og leiðinlegt.. sumt er líka aldrei fyndið

úff varð að opna mig. Finnst ömurlegt að sjá og heyra bara um stríð og það dregur mann neðar í skammdeigisþunglyndið… Jæja þú bjargaðir mér Unnur Birna :D(Y)

p.s.Væri ekki upplagt að gefa einhvern pening til batnandi heims.. Það eru einu sinni jólin…
Deyr fé, deyja frændur,