Geðveikur dagur hjá Nesa#13 Dagurinn byrjaði þegar ég vaknaði um morgunin klukkan 7, þá fór ég fékk mér að borða og þetta venjulega stöff.

Fór í skólann, fyrsti tími náttúrufræði og þar byrjaði gamanaði í seinni helmingnum af náttúrufræðitímanum(tvöfaldur tími) þá var farið að kryfja hana/hænur.
Ég og Ole lentum saman og fengum hana sem við síðan kölluðum Filippus, mjög gaman að Filippusi.
Þess má til gamans geta að Fillipus var með gráar, hvítar og svartar fjaðrir og hauslaus þegar við fengum hann en þegar við skiluðum honum þá var búið að opna hann og taka, hjarta, lifur, fóarnið og eistun úr honum.
Þess má líka til gamans geta að Filippus var með misstór eistu.

Síðan í íþróttatímanum þá grunar mig að ég hafi sett met í því að fá flestar villur dæmdar á mig í “unofficial” leik í körfubolta.
Þið viljið kannski vita hversu margar villur ég fékk dæmdar á mig, það voru ekki 3, ekki 5, ekki 7 og ekki 10, ég fékk dæmdar á mig 13 villur.
Alltaf sama brotið nema tvisvar, í annað skiptið þá greip ég í mann sem var kominn framhjá mér og í hitt þá ýtti ég aðeins í einn með löppinni, en hitt var allt svona: “Tvö skref að manni sem er að hlaupa að þér og vonast til að fá dæmdan ruðning” það virkaði ekki betur en svo að ég fékk einu sinni dæmdan ruðning.
En ég skoraði eina körfu, tvö stig, og fékk auk þess dæmd á mig nokkur skref.

Síðan var fótboltaæfing og hún var ekkert svona “special” miðað við daginn.

Síðan er ég að fara að éta og það tengist daginum mínum soldið þar sem ég er að fara að éta kjúkling, ætli það sé Filippus???

Kveðja

Nesi#13