Ég er búinn að vera að spá í því upp á síðkastið hvað tærnar okkar heita…

Ég veit að þessi lengst til vinstri á hægri fætinum heitir Stóra tá og líka þessi lengst til hægri á vinstri fætinum.

Minnstu tærna yst á fótunum heita auðvitað Litlu tær, en hvað heita allar þessar tær á milli Litlu táar og stóru táar?

Ég hef reynt að útskýra fyrir fólki t.d. þegar ég fæ krampa í tána við hliðina á Litlu-tá, að ég hafi fengið krampa í Baug-tánna, er það skiljanlegt?

Er það raunin? Heita þær Vísi-tá, Langa-tá og Baug-tá?!?!

Það samt stemmir ekki því að fyrsta táin á eftir Stóru tá er lengri en þessi í miðjunni, og ekki er maður að vísa neitt með henni og “Baug-táin” er auðvitað ekki hæf til þess að bera hring vegna þess hve lítil og kreppt hún er.

Er ekki málið að nefna bara tærnar á sér sjálfur, leyfa þeim að bera nöfn sem maður man sjálfur og getur útskýrt afhverju þær bera þessi nöfn.

T.d. “Vísi-tá” gæti heitið Langa-tá afþví að hún er lengst, næsta tá gæti heitið Miðju-tá afþví að hún er í miðjunni og “Baug-táin” gæti heitið Krumpu-tá, því hún er alltaf krumpuð “undir” litlu-tá.

Hvað finnst ykkur?

- Pixie