Þegar flett er upp orðinu hefna (-di) í orðabók stendur eftirfarandi: 1. Gjalda illt með illu, ná sér niðri á einhverjum. 2. Refsa, hegna. 3. Það að hefna einhvers: blóðvíg, manndráp. 4. Refsing; taka hefnd fyrir eitthvað.

Þegar eitthvað illt er manni gert tekur maður stundum uppá því að vilja hefna þess. Það er að segja að gera manneskjunni eitthvað illt sem í fyrstu gerði manni sjálfum illt. En hvað fær maður útúr því nema vanlíða eftir á?

Varðandi samskipti kynjana þá eru sambönd fólks líka eins mismunandi og við erum mörg. Stundum gerist það að annar aðilinn í sambandinu gerir elskanda sínum eitthvað illt án þess þó að hafa ætlað sér að gera það. Oftast nær þá fyrirgefur hinn einstæklingurinn útaf ást. Vilja ekki missa ástvin sinn útaf heimskulegum mistökum.

Virðist þó að sumir séu illri heldur en aðrir og geta ekki fyrirgefið mistökin og vilja ná fram hefndum. Er þetta slæmur hugsunar háttur?
Ég held það.

Þegar náð er fram hefndum þá ætti það einungis að koma manneskjunni sem framkvæmir verknaðinn og þá þeim sem átti að hefna við. En ef framkvæmandinn tengir málið við vini sína og ástvinarins þá er það aðeins útaf hreinni illsku.

Að nýta sér aðra til að ná fram hefndum bendir til þess að framkvæmandinn er virkilega grunnhygginn, heimskur og illa til gerður.