Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessa grein, ég verð bara AÐEINS að létta af mér.

Mér finnst ég hafa gengið í gegnum svo mikið sem vinkonur mínar hafa ekki gengið í gegnum, og þegar ég segji þeim það finnst mér alveg fáranlegt að þær geti varla sýnt neina samúð og skilja þetta varla, en þær myndu kannske ekkert skilja þetta fyrr en þetta myndi gerast fyrir þær.

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja með þetta… Er í tilfinnanglegu uppnámi og finnst bara lífið vera eitthvað svo á móti mér núna, það gengur aldrei neitt upp!

Þetta byrjaði allt í 7.bekk. Ég varð rosalega hrifin af einum strák, og ég breytti mér, ég nánast breyttist í hann, hélt að honum myndi ekki líkja vel við mig eins og ég væri… En svona er þetta, auðvitað leit strákurinn eginlega ekkert við mér held ég, veit annars ekkert um það, en ég yfirgaf svo mikið af vinum mínum fyrir hann að mér finnst þetta bara fáranlegt.

Síðan eftir þennan bekk gerðist ég kaldhæðin, notaði (geri það reyndar enn) fyndni til þess að fólk gæti ekki komist nálægt mér tilfinningalega. Allir strákarnir litlu bara við mér sem þessi “fyndna, feita” stelpan.. Og í 8.bekk var ekkert stráka-drama, ég eignaðist helling af vinum í mínum árgangri og get bara sagt að ég hafi verið ÁNÆGÐ. En svo gerðist það, ég var misnotuð á meðan ég var sofandi frá einum af bestu vinum mínum, ég gat ekki litið á hann og þetta var akkúrat yfir jólahátíðirnar. Og svo dirfðist hann að koma í aðfangakvöld og gefa mér gjöf úr tiger, vá hvað ég er ódýr! Ég sagði ekki neinum, ég varð bara svo hrædd, hélt mig frá öllum og lokaði mig frá öllum. Þangað til seint í febrúar þá sprakk ég bara, ég grenjaði og grenjaði og það í skólanum! Þá kom ein vinkona mín og talaði við mig, ég sagði henni allt saman og hún trúði mér ekki. Ég var enn staðsett eftir þetta og gjörsamlega gerðist ein. Svo sagði stelpan einhverjum öðrum stelpum frá þessu en nokkrar þeirra hjálpuðu mér í gegnum þetta.. svona eginlega og ég er mjög þakklát fyrir það.

9.bekkur, vá hvað ég varð hrifin af einum stráknum. Og svo gerðist það einhverntíman að ég fékk fyrsta kossinn minn, með honum og þá ákvað ég að fyrirgefa stráknum sem hafði misnotað mig. En jæja, hann fékk leið á mér því ég breytti mér þótt ég hafði lofað sjálfri mér að gera það ekki. Ég missti helling af vinum mínum því ég gerðist svo ömurleg að halda það að ég væri betri enn allir útaf þessu. En strákurinn særði mig og lét bara eins og ég væri ekki til og ef hann talaði við mig þá var það bara til þess eins að segja eitthvað særandi við mig. Stuttu eftir þetta þá var ég dregin í eitthvað partý og ég hellt full, þá kom þessi strákur sem hafði misnotað mig og þá fór hann að reyna eitthvað, var að reyna troða sér uppá mig og var að reyna að káfa mig og kyssa mig og svo framvegis. Ég flýtti mér heim og grenjaði og grenjaði og vinkonur mínar húðskömmuðu þennan strák og eftir það hefur hann látið mig í friði. Ég var samt hrifin af þessum strák (sem ég fékk fyrsta kossinn hjá) til lengri tíma þangað til um færaska daga, þá fór ég ásamt einni vinkonu minni og við kynntumst helling af fólki, þar að meðal 2 strákum sem eru bara frábærir! Þessi vinkona mín drekkur og þessi vinir mínir líka, en ég ætlaði ekki að drekka, mig langaði en ég vissi að ég hefði ekkert gott af því.. ég entist til miðnættis og datt þá í það ásamt þessum vinum mínum, get viðurkennt að það var rosalega gaman og ég varð rosalega hrifin af öðrum þeirra, en ákvað að gera ekkert í því því að ég vildi ekki eyðileggja þennan vinskap. Svo hittum við þá rúmlega mánuði eftir og duttum í það með þeim (þetta var 3.skiptið og ég man eginlega EKKERT eftir þessu kvöldi nema það sem mér hefur verið sagt) Ég slefaði víst uppí helling af fólki í þessu partýi en ég veit að ég endaði hjá þessum strák og við enduðum uppí rúmi… en fórum ekkert lengra með það, sem er gott því ég vil ekki missa meydóminn á einhverju fylleríi.

Við dúlluðumst í nokkrar vikur eftir það en síðan allt í einu breyttist allt… Hann hætti að tala við mig, og ég er samt stolt af því að ég breytti mér ekkert fyrir hann því ég kynntist honum bara eins og ég er :) En nú er ég enn hrifin af þessum strák og mér líður eins og aula því að þegar ég tala við hann þá er eins og hann vilji ekkert með mig hafa… aldrei gengur neitt upp!