Undanfarna mánuði hef ég séð marga kvarta yfir lífinu. Fólk kvartar yfir því hversu kalt það er, hvað það er leiðinlegt að búa á Íslandi, hversu leiðinlegt fólkið í skólanum er og hvað það sé almennt erfitt að vera til.

Þunglyndi virðist líka vera í tísku hjá Íslendingum. Einhversstaðar minnir mig að ég hafi heyrt að tíðni fólks á þunglyndislyfjum væri mun hærri á Íslandi en í hinum norðurlöndunum.

Nú spyr ég: Af hverju er fólk svona óánægt með lífið?

Mín skoðun er sú að lífsins eigi að njóta. Það er ekki víst að við fáum að lifa oftar en einu sinni. Eins er algjör sóun á góðri gjöf að stytta sér aldur. Hvernig veistu að það sem bíður þín sé betra en það sem þú hefur? Ekki búast við því að grasið sé grænna hinu megin.

Ég geri mér grein fyrir því að margir hafa það verra en aðrir. Ég bý til dæmis í góðu húsi í ágætis hverfi á Íslandi þar sem flestir hafa nóg til að lifa af á meðan börn í Afríku og víðar deyja úr hungri og farsóttum. En hverfur hungrið þó að fólkið falli í þunglyndi og gráti yfir því hversu erfitt lífið sé?

Einföldum þetta aðeins. Lítil stelpa dettur, fær sár á hnéð og fer að gráta. Læknast hún fyrr af því að hún grætur? Nei. Reyndar mætti hugsa þetta sem svo að grátur hennar kallaði mömmu hennar á svæðið og hún myndi þá væntanlega setja á hana plástur en það er ekki það sem við erum að tala um.

Eins hjálpar þér það ekki að leggjast í þunglyndi þegar lífið er erfitt. Þú græðir ekkert á því. Þú kemst miklu betur í gegnum erfiðleikana með því að mæta þeim, takast á við þá og brosa eftir á.

Brostu framan í lífið og þá mun lífið brosa við þér.

Lítil og fáranleg rökfærsla frá mér í lokinn:

Upplýst kona: Lífið er gott.
Óupplýstur maður: Nei.
Upplýst kona: Hvað er þá gott?
Óupplýstur maður: Kók.
Upplýst kona: Þú þarft að lifa til að drekka kók. Kók er hluti af lífinu, þar af leiðandi er lífið gott.

Taka skal fram að þetta hefðu alveg eins getað verið upplýstur maður og óupplýst kona.