Grundvallaratriði kristinnar trúar er að Jesús sé sonur Guðs og að hann hafi fæðst inn í þennan heim og hafi dáið á krossinum til þess að við gætum átt eilíft líf.
Trúirðu að Jesús sé sonur guðs, að hann sé sonur maríu mey og að hann hafi dáið á krossinum til þess að við gætum átt eilíft líf?

Bilblían er heilagt trúarrit kristinna manna og er heilagur sannleikur í þeirra augum.
Trúir þú að ALLT sem að stendur í biblíunni sé satt?
t.d. krossfestingin, nói og örkin, adam og eva, samson (maður sem bjó yfir miklum krafti og olli rómverskum hermönnum oft erfiðleikum. Krafturinn takmarkaðist við hár samsonar og ef það var klippt missti hann allan kraft), Davíð og Golíat, að guð hafi skapað manninn í sinni eigin mynd, sem sagt að hann hafi ekki orðið til við þróun, að guð hafi skapað heiminn á 7 dögum osfrv.
Ef þú trúir ekki öllu, hverju trúir þú ekki í henni?….hvernig getur þú ákveðið hvað er satt og hvað er ekki satt, hvað sé dæmisaga og hvað sé ekki dæmisaga?

Trúir þú að þeir sem trúa á allah, búdda, á endurholdgun osfrv. Hafi rangt fyrir sér?
Með því að vera kristinn og trúa því sem stendur í biblíunni þá er maður um leið að trúa að þetta fólk hafi rangt fyrir sér. Ef það sem stendur í biblíunni er satt þá hafa hinir því miður bara rangt fyrir sér og múhameðstrúar faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta er einfaldlega bara að leiða hann í villu auk þess sem hann og sonur hans munu að öllum líkindum enda í helvíti þar sem þeir hafa ekki tekið á móti jesú kristi.
Harkalegt en samt sem áður staðreynd ef biblían er sönn.

Mig langaði bara að skrifa þetta því ég hef oft talað við fólk sem telur sig vera kristið en er það í raun og veru ekki…alla vega ekki að mínu mati…fólk trúir því sem það vill trúa, því sem hljómar vel, en sópar síðan bara öllu hinu undir borð. Það segir til dæmis að það trúi ekki á helvíti, ekki á adam og evu, ekki á nóa og örkina en það trúir samt á Jesú….ok þá trúir það að jesú hafi verið til og að guð sé til en það gerir það ekki kristið. Kristninn fylgir mikið meira en að trú því sem manni hentar, því sem hljómar vel og því sem ekki er hægt að afsanna, mæta í kirkju á jólunum og að fermast.

Nokkrar vangaveltur svona í lokinn:
Af hverju englar?…af hverju skapaði guð engla sem mögulega gátu snúist gegn honum og orðið að djöflinum, samanber Lúsífer?
Af hverju gaf guð okkur frjálsan vilja og skapaði okkur í sinni mynd, erum við eitthvað leikhús í augum guðs?…hver er tilgangurinn?
Af hverju guð?….af því að okkur vantar eitthvað æðra og af því að við erum langt frá því að svara spurningum á borð við tilgang lífsins, alheiminn, hvernig guð varð til, hvað sé endalaust og svo framvegis?
En þetta er nú samt allt fallegt, hljómar vel og veitir mörgum hamingju…sem er gott og blessað.
Ég er ekki að segja að trúarbrögð séu bara vitleysa og að kristnir hafi rangt fyrir sér…..ég bara viðurkenni að ég hef ekki hugmynd um það og ég viðurkenni að mannveran er takmörkuð, við vitum miklu minna en við viljum oft halda.