Ég man þegar það átti bara fullorðið fólk með fyrirtæki e-mail addressur.

Ég man þegar manni fannst maður vera argasti uppreisnar seggur þegar maður fór í tíubíó.

Ég man þegar maður hélt að þegar maður væri sautján væri maður eins og fallegu stelpurnar í sjónvarpinu (fullkomlega óhátt eigin útliti).

Ég man þegar ég var hrædd við unglinga, þeir voru allir svo stórir og hræðilegir.

Ég man þegar ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af náminu.

En nú eru aðrir tímar, maður er kominn á þann aldur að maður má finna sér framtíðar maka. Það hræðir mig.
Ef þú átt ekki e-mail ertu talinn hellisbúi.
Tíubíó er hentugast ef maður vill sleppa við að hafa þessar tólf ára stelpur sem eru í símanum og sparka í sæti manns.
Maður er einfaldlega orðin eldri og nútímalegri en tíuára útgáfan af sjálfum sér. Ekkert eins og stelpurnar í sjónvarpinu.
Unglingar er ekkert sem hræðir mig núna, ég hræðist miklu flóknari hluti. Hluti sem ég vissi ekki að væru til þegar ég hræddist unglingana.
Ég hræðist til dæmis að falla í skóla, ég hræðist að þurfa að taka bekk aftur, ég hræðist að falla á ökuprófinu, ég hræðist að vera ekki nógu menntuð til að fá gott starf.

Það er flókið að eldast, þetta er ekki bara eitthvað sem gerist. Þú vinnur í því að þroskast svo þú getur elst. Ef þú þroskast ekki, eldistu heldur ekki, ekki í anda.

Ég man þegar mér fannst gaman að fara út á róló.

Ég man þegar mér fannst gaman að labba í hringi.

Ég man þegar mér fannst gaman að horfa á sömu myndina aftur og aftur.

Núna þegar ég hugsa um að fara út á róló þá er venjulega krakki í eftirdragi sem ég þarf að eltast við og skemmta, sú hugsun þreytir mig.
Það skemmtir engin heilvita manneskja sér við að labba í hringi.
Ég hef ekki tíma til að horfa á sömu myndirnar.

Er það málið? líður tíminn bara hraðar þegar þú eldist. Klukkutími hjá barni verður að korteri og fjórum sekúndum hjá þeim sem er 37 ára og fjörutíu og ein mínúta hjá þeim sem eru rétt rúmlega tvítugt?

Núna finnst mér gaman að finna tíma.

Núna finnst mér gaman að sofa mikið og lengi.

Núna finnst mér gaman skrifa svo mikið að mér verður illt í puttunum.

Mér datt ekki í hug að ég gæti fundið tíma þegar ég var yngri.
Mér fannst ekkert leiðinlegra en að fara sofa þegar ég var yngri og vildi helst vakna fyrir klukkan 7 svo ég gæti nýtt daginn (brjálaði krakki).
Ég kunni ekki að skrifa, þar ég að segja meira.

Aldrei hef ég hugsað eins mikið og ég geri núna, þegar ég var yngri þá vissi ég ekki svona mikið svo ég gat ekki hugsað neitt neitt. Það er alveg ótrúlegt hvað getur gerst á áratugi, ég man meira en áratug aftur í tíman. Mér finnst það óhuggulegt (eða er orðið óhugnanlegt).
Have a nice day