Þessa dagana hef ég verið að vinna hörðum höndum í að vinna út kerfi og vinna úr tilnefningum sem borist hafa á bloggið mitt, Strumpi.blogspot.com. Nú hafa mér borist fjölmargar tillögur og ég hef unnið úr þeim alls 6 tilnefningar sem fólkið á að velja úr, en sigurvegarin hlýtur Sykurpúðann, sem eru verðlaun kepninnar, í anda Eddunnar, Skrekksins og Óskarsins.

Tilnefningarnar 6 eru:

Davíð Oddsson (utanríkisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands)
Freysi á X-inu (útvarpsmaður)
Jón Ásgeir Jóhannesson (forstjóri Baugs Group)
Pétur Jóhann Sigfússon (sjónvarpsmaður)
Ragnheiður Gröndal (söngvari og píanóleikari)
Sverrir Þór Sverrisson (sjónvarpsmaður)

Þar sem ég veit að Hugarar hafa allir skoðanir þætti mér gaman ef fólk kæmi með sínar hugleiðingar og myndi kannski kjósa mann ársins í opinberu kosningarnar í kosningaklefanum. Svo fá þeir sem kjósa auðvitað tölvupóst með úrslitunum :)