Fréttina getiði lesið hér http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1117424


Ég er ekki viss hvort þetta sé lítið eða mikið. Sjálfri finnst mér þetta lítið. Alltof lítið. Svona sorglega lítið. Miðað við að þessi maður er búinn að eyðileggja líf 5 piltra. Það er skoðun mín, ef ég myndi lenda í svona myndi ég væntanlega gefast upp.
En aftur að dómnum. Hvernig getur fólk veitt svona ógeðslegu fólki svona vægan dóm! Ég veit annars ekkert meira um þetta mál nema það sem stendur þarna. Fjögur focking ár fyrir svona viðbjóð. Finnst þetta samt öðruvísi en hjá stelpum, auðvitað er það alls ekki, en sjálfri finnst mér það. Mér finnst alls ekki að manneskja sem nauðgar stelpum eigi að fá lægri dóm heldur en manneskja sem nauðgar strákum. Alls ekki. Finnst að allir ættu að fá minnst 15 ára dóm. Hvort sem fórnarlömbin séu undir lögaldri eða ekki.

Hérna er smá dæmi: Þegar glæpamðaruinn er sloppinn (eftir sem sagt 15 ár) gætu fórnarlambið, sem hefði kannski verið 13 ára segjum svo, verið orðið 27 ára og sparkað í hann eða eitthvað. Ráðist á hann, lamið hann eða eitthvað. Ég myndi alla veganna vilja það - ef ég myndi lenda í svona, þótt ég myndir örugglega ekki gera það.

Þetta er kannski ekki mikið í grein en ég vildi koma ykkur til að hugsa um hvers lagsa ÖMURLEGT dómskerfi við höfum. Mér finnst það allaveganna ÖMURLEGT… Fjögra ára dómur fyrir fimm kynferðisbrot - ætti að margfalda höfðatöluna með fimm (eða eftir því sem ég sagði áðan 15) þá eru það 25 ár!… Ætti ekki að leifa svona ógeðslegu fólki að ganga um laust.

Annars er ég á móti dauðarefsingum, en ekki lífstíðarfangelsi!!!