Núna mitt í öllu írafárinu sem fylgir þessari hátíð okkar, getur maður ekki annað en staldrað við og spekulerað aðeins.

Það er megin misskilningur að tengja saman þessa hátíð við Kristna trú. Ef við horfum í kringum okkur gott fólk, og ef þið í öllu stressinu núna staldrið aðeins við og spyrjið ykkur, hvað í umhverfinu minnir ykkur á Kristna trú, á götum úti eða í verslunum innandyra?

Svar: EKKERT!

Jólalögin okkar eru ekki til að stuðla að Kristinni trú. Helga Möller og Eiríkur Hauks syngja hátt og snjalt í einu jólalagana, “Jólastjarnan hefur svarað mínum bænum!”, ha? eiga þau ekki að vera biðja til Guðs?

Svo önnur hræsni í jólalagi frá Band Aid, kemur fram í textanum og Bono syngur hátt og snjalt, “Well tonight thank God its them, instead of you!”, þetta er HRÆSNI að við eigum að þakka Guði fyrir að það er fólkið í Afríku sem er að svelta, en ekki þið (sem eruð að halda jól, og gúffa í ykkur jólasteikina). Þetta er bara fáranlegt.

Jólin hafa ekkert með Kristna trú að gera!

Áður en ég byrja að koma með staðreyndir langar mig bara að eitt sé á hreinu, ég er í Þjóðkirkjuni og hvort það er eitthvað réttara en annað læt ég aðra dæma um.

1. Staðreynd:
Rómverjar héldu upp á heiðna hátið sem hét Jul og hún gékk út á það að éta yfir sig og æla í dall sem var við hliðina á beddanum svo hægt væri að éta meira, svo var farið að eðla sig eftir að átveisluni lauk, og þessi hátíð var haldin í desember.

2. Staðreynd:
Jól hefur ekkert með kristna trú að gera, ekkert frekar en ferming barna. Það stendur ekki einn bókstafur í hinni heilugu Biblíu um Jól eða það eigi að halda upp á fæðingu frelsarans, né stendur ekki orð um fermingu.

3. Staðreynd:
Það sem ber kristnum mönnum að gera og sú hátíð sem helgust er nefnist Páskar. Hún undirstrikar það að frelsarinn dó fyrir syndir okkar! En ekki það að hann fæddist fyrir syndir okkar. Við eigum að minnast Jesú sem frelsara og Konungi okkar en ekki sem nýfæddu barni í jötu.

4. Staðreynd:
Jesús var þrítugur þegar Jóhannes skírði hann. Hann var þrjú og hálft ár að bera boðskapin til mannana, og hann dó á páskunum, sem sagt 33 og 1/2 árs. Ef við förum hálft ár aftur frá Páskum, lendum við í októberlok.

Það er mjög gott þegar mannfólkið getur slakað á saman, haldið hátíð þar sem við hengjum upp ljós og dönsum í kringum dautt tré, það er gott en alls ekki blessað! Sama þótt prestar ýmisa trúarkenninga reyni að rembast eins og rjúpan við staurinn, að reyna að fá fólk til að halda upp á jólin.

Jesús sagði og ritað er:
Ég dæmi ekki nokkurn mann hér á jörðu, það gerir faðirinn.

Eins mun ég ekki vera svo mikill hræsnari að dæma náungann minn, því ef Jesús segist ekki einu sinni hafa vald til þess, þá geri ég það ekki.

Málið er að Kirkjan er í mikilli tilvistarkreppu í dag og alltaf eru færri og færri sem sækja samkomur í Kirkju. Er það skrítið? Þegar prestar gefa mjög svo tvöföld skilaboð og þegar prestar geta ekki einu sinni komið sér saman um hvað stendur í Biblíuni, hvort Guð sé maður eða kona. Það er prestur hér á landi sem segir að Guð sé kona. Samt sagði Jesús margítrekað, faðirinn á himnum er mér æðri osfrv.
Prestar í dag eru farnir að leggja blessun sína yfir kynvillu, en þeir gleyma því að Guð tortímdi tvemur borgum vegna kynvillu.

Það er einn prestur sem ég hef tekið eftir og virðist ná mjög vel til fólksins og hann heitir Pálmi Matthíasson. Hann kemur með trúnna til fólksins, td. upp í Bláfjöll og heldur messur þar.

Jesús var skemmtilegur stæltur og blíður maður og kunni að tala til fólksins. Ekki þannig að sunnudagsræður hans gerðu þig svo sifjaðan því hann hafði svo furðulegan málróm. Af hverju tala sumir prestar svona?

Eitt að lokum, munið þið hvernig Jesús brást við því er hann sá það að kaupmenn höfðu hreiðrað um sig inni við veggja Musteri Föður hans og voru að selja eitt og annað þar?

Jesús hann varð öskuillur! henti borðum niður og sagði hvernig vogið þið ykkur að vanhelga hús Föður minns svona! Rómversku hermennirnir sem stóðu vörð högguðu sig ekki því þeir vissu hvað Jesús mælti…

Kær kveðja,
Lecte