ég þoli ekki þegar maður segir einhverjum, sem að maður heldur að maður þekkir nógu vel til að geta sagt eitthvað leyndarmál eða eitthvað persónulegt, eitthvað og svo nýtir manneskjan sér það þegar hún fer í fýlu! Ég mun aldrei fatta það. Þegar þú gerist svona trúnaðar félagi (má túlka á hvaða veg sem er) þá ertu það þar til þú deyr, það hlutverk dettur ekkert af þér eins og ryk “bara afþví þú varst pirruð/aður”. Til dæmis er mjög sterk tenging við þetta frá sambandsslitum. Þegar sambandið er búið þá bara hverfur líka öll tenging víst, þér leyfist allt í einu að tala opinskátt um galla þíns fyrrverandi, en það þýðir ekki að þú þurfir endilega að gera það. Það þýðir ekki að þú ættir eitthvað að vera að blaðra um einkalíf þíns fyrrverandi.

Ekki er ég að þessu en þegar ég frétti að minn fyrrverandi hefði verið að segja eitthvað sem ég hafði sagt honum í trúnaði við bara alla sem hann hitti sárnaði mér innilega. Ekki bara það að þetta vara trúnaður heldur líka það að hann var svo vitlaus að sjá ekki að hann ætti ekki að vera að blaðra svona hlutum, sama hversu illa það slitnaði uppúr samskiptunum. Þetta var virkilega ljótt af honum, ekki bara einn hlutur heldur bara mest af því sem ég hafði nokkurn tímann sagt honum var ég allt í einu að heyra frá vinkonu minni!! Sem er fóstur systirvinar hans! Ekki mikil tenging þar á milli en samt gat hann verið að blaðra allan fjandann í hana. Hvað er að verða um blygðunarkennd, sjálfsstjórn og almenna tillitssemi?
Ég skil þetta ekki, ég skil ekki hvernig hann getur fengið sig til þess að væla svona, eru ekki til lög við rógburði (ókey mestaf þessu var satt svo þetta er ekki rógburður en samt) ?

Og nú fer fólk að hugsa “hvað gerði hún honum eiginlega?” ég ætla ekkert að vera að gefa það upp, en ég svaf ekki hjá neinum meðan við vorum saman og ég svaf ekkihjá eninum daginn eftir að við hættum saman eins og hann hefur verið að væla í fólk! Andskotinn hafi það kann maðurinn ekki að skammast sín? Ekki var hann samt að kvarta neitt í mér hann fékk annað fólk til að gera það, gaf einhverjum nýju bestu vinum sínum númerið mitt og hef ég fengið truflandi hringingar frá fólki með alvarlegar ranghugmyndir sem hefur aldrei nokkurn tímann séð mig! Þetta fólk kann heldur ekki að skammast sín.

Er þetta algegnt eða? Bara í vinaslitum eða eitthvað þannig, gerir fólk þetta virkilega þegar það er komið á þann aldur að það má kjósa, keyra bíl og eitthvað í þá veru. Er það enn að baktala sína fyrrverandi nánustu til að fá athygli?

Tökum sem (alveg hlutlaust) dæmi: Tvær stelpur eru algerar samlokur, í einhver ár og svo þroskast þær í sundur (svona hlutir gerast og hefur komið fyrir alla) þær eignast bara nýja vini og pæla ekkert í hvor annari neitt meira. Er þá nauðsinlegt að vera eitthvað að ræða um persónuleg vandamál hinnar í nýju félagana ( semþekkja hana ekkert endilega) ? Er virkilega nauðsinlegt að vera eitthvað að röfla í öðrum, ég er ekki að meina eitthvað sem önnur þeirra gerði hinni en persónuleg vandamál og trúnaðar leyndarmál. Það er oflangt gengið og snýst þá ekki lengur um að fá samúð heldur að ná fram einhversskonar hefnd. Á hverju er verið að þá hefndum? Þær þroskuðust í sundur. Þá þurfa þær ekki að vera að ljúga uppá hvor aðra…

Ég bara skil ekki, hvað varð um bróðurleik?
Have a nice day