Góða/n daginn/kvöldið ég er komin hér með þrjú vandamál sem ég þarf smá hjálp við

1.ég kynntist stelpu fyrir nokkrum dögum, hérna á huga spurði um msnið hennar. Fékk það við töluðum saman á því og hún sendi mér mynd hún var venjuleg, svo fékk ég símanúmerið hennar. Hún var mjög feimin sem mér fannst yndislegt og rosa sætt, hún var með yndislega rödd rosalega fallega. Við röbbuðum saman. Hún hafði aldrei kysst strák sem mér fannst rosa fyndið en krúttlegt en það er ekkert að því, því hún var nú bara 15 og það þurfa nú ekki allir að hafa kysst einhvern áður. Allavega við ákvöðum að hittast í bíó ég bauðst til að borga fyrir hana(því mér finnst pínu hallaærislegt ef maður bíður ekki stelpunni í bíó. Ég fór á undan og keypti miða, svo kom hún og vinkona hennar og kærasti vinkonu hennar. Þegar ég sá, og heyrði hana tala og sá hvað hún var feimin og bara fullkominn,þá tók hjartað á mér kipp, og ég var voða hrifin af henni jafnvel ástfangin ég veit það ekki alveg samt. Allavega við fórum í bíó og í bíóinu þá lagst hún í fangið á mér og ég strauk á henni vangann(kinnina) og var rosalega góður við hana, svo þegar bíóið byrjaði þá kyssti ég hana pínu og held að ég hafi stungið tungunni minni einu sinni upp í hana. Svo þegar myndin var búin þá fórum við útá strætóskýli kyssti og faðmaði hana bless. Svo sendi ég henni sms og sagði að hún var rosalega falleg. Ég hafi aldrei fundið svona tilfinningu með annarri stelpu áður. Svo hringdi ég í hana stuttsíðar og talaði við hana ,og þá sagði hún við mig að henni leið dálítið illa því hún sagði að ég hafi verið of ítin, sem var nú ekki meiningin en svo fór ég að hugsa, hún hefur nú ekki kysst strák áður…úff. en hún sagði svo meira að hún væri ekki alveg til í samband alveg strax, ég virði það og segi jájá eigum við þá ekki bara að vera vinir, hún sagði þá jájá og ég varð glaður. Svo tala ég við hana á msn næsta dag og þá segir hún, að þetta sé ekki eftir að ganga ef ég er einkvað hrifin af henni að vera vinir, og segir að henni þykkir þetta leitt og vill helst hætt að hafa samband við mig. En ég verð virkilega sár, segi við hana…: Reyndu þá bara að gleyma mér, ég skal reyna að gleyma þér þó það verði erfitt (og ég er alveg með tárin í augunum). Ég blokka hana og hendi henni útaf svo skríð ég uppí rúm og byrja að grenja einsog einhver hálfviti L en ég addaði henni svo aftur inná msn . Svo geri ég þau mistök að byrja að senda henni sms á fullu að ég elska hana og einkvað blablabla. Og nú vill hún ekkert með mig hafa og er aldrei inná msn og hringir heldur ekkiL. Hún var samt búin að segja að hún væri hrædd við að hringja.

Hvað gerði ég rangt? Hvernig get ég bætt úr þessu?

(ef þú lest þetta viltu pís gefa mér annan séns)

2.Ég á dálítið erfitt með lærdóm, hvert skiptið sem ég er á leiðinni úr skólanum er ég sífellt tautandi við sjálfan mig að ég læri þegar ég kem heim. Ég er búin að vera svona undarsliðin 5 ár frá því ég byrjaði að leika mér í tölvum. En alltaf þegar ég kem heim og er búin að segja að ég ætli mér að læra. Þá bara ger ég það ekki, leið og ég stíg innum dyrnar finn ég fnyk af herberginu mínu eða einkvað, samt nem ég ekki lyktina sjálfur eða er þetta eðlishvöt. Allaveg þegar ég stíg innum dyrnar fleygi ég af mér töskunni geng beint inní herbergi og starta tölvunni og fer að leika mér. Og þegar mamma og pabbi spyrja ertu búin að læra þá segi ég alltaf hart og beint já. Og hvert skipti þá sem ég segi þetta þá veit ég á mér sökina og mér líður illa. En held samt áfram að leika mér í tölvunni.

Hvernig get ég lagað þetta ? (stundum langar mér að henda þessari 200.000 kr tölvu í ****ing gólfið og trampa á henni) Eigi þið við sama vandamál að stríða?

3. mér finnst ég vera alltof feitur ég er nýlega búin að fara til hjúkrunarfræðingsins og þá var ég 76 kg og 173 cm (ég var reyndar í fötunum og þau vigta svona um það bil 1-3 kg. Það sést ekki mikið á mér að ég sé feitur bara ef ég fer í sund eða er í virkilega þröngum bol. Ég æfi box er samt ekki nógu góður að mæta í það en er byrjaður að hafa smá áhuga á þessu og er farinn að mæta betur. Ég sit dálítið mikið fyrir framan tölvuna(og á í raun að vera sofandi núna), vill minka tölvunotkun aðeins meira nú má ég bara vera til 10:00 að kvöldi en vill helst lækkaða niður i 9:30 en hef ekki vilja styrk í það(en helgar má vera til 2:00 að nóttu). Allavega ét ég líka dálítið mikið af nammi og pabbi minn á 3 sjoppur með öðrum manni og er ég þá í hætti. Mér langar að hætta að borða nammi og drekka gos en gengur frekar illa.

Er ég of feitur? Hvað get ég gert til að grenna mig ? hvernig get ég hætt að borða nammi og drekka gos ? hvernig minka ég þessa tölvunotkun ?


Ég vona að þið getið hjálpað mér ?

Og geri þið það þeir sem hafa ekki nógu mikið vit í kollinum að ekki vera að senda nein skítakomment plz. Því það fer illa með fólk að fá einkvað vont í hausinn á sér þegar það er að biðja um hjálp.

Takk fyrir mig.