Mér datt í hug að skrifa eitthvað jákvætt um vini mína hingað inn. Ég hef nú ekki rekist á neina grein sem segir neitt gott um vini sína, það er aðalega bara talað um gamla vini sem maður missti og saknar. Þannig að ég ákvað að koma með eitthvað jákvætt hingað inn.

Ég á 4 yndislegar vinkonur og 4 yndislega vini. Þau eru öll mín nánustu og ég veit ekki hvað ég myndi gera án þeirra.
Við stelpurnar erum allar vinkonur og erum oft allar saman og skemmtum okkur eins og ég veit ekki hvað :D. Við elskum að hlæja, að gera okkur að fíflum og svo hlæja bara að því.
Vinir mínir eru algjörir snillingar! Við erum svo miklir hálvitar að það er bara fyndið :D Það sem þeim dettur ekki í hug! Maður skemmtir sér alltaf með þeim og þeir geta alltaf fengið mig til þess að brosa sama hversu erfitt lífið er ;)

Þau hafa öll hjálpað mér í gegnum svo margt og ég vona að ég hafi hjálpað þeim. Ég geri allt til þess að sjá þau brosa og það gleður mig ekkert meira þegar að ég fæ þau til þess ;)
Auðvitað höfum við vinkonurnar og vinirnir rifist sem er bara fullkomlega eðlilegt. En við leysum alltaf vandamálin saman og áður en maður veit af er maður í hláturskrampa með þeim :P.
Ég veit ekki hvar ég væri án þeirra allra. Ef ég hefði þau ekki í lífi mínu veit ég ekki hvað ég myndi gera. Ég geri allt fyrir þau, ég myndi deyja fyrir þau og myndi ekki einu sinni þurfa tíma til þess að hugsa málið.
En já, vinskapurinn milli okkar allra er fullkomin og ég elska þau út á lífið og vonast innilega til að eiga þau að í framtíðinni líka.

Ég var mjög óheppin með vini þegar að ég var yngri. Ég var lögð í einelti og átti erfitt með að eignast vini. Ég var mjög einmanna þá því að allir í bekknum mínum áttu vinkonur og eitthvern til að hvíslast á við.
Á hverjum degi kom ég grátandi heim úr skólanum af því að bekkjarfélagar mínir komu svo illa fram við mig. Þau lömdu mig, stríddu mér og voru andstyggileg við mig og eyðilögðu hlutina mína. Þetta stóð svona í 6 ár og ég eignaðist aldrei almennilega vini. En svo loksins kom að því að ég eignaðist eina vinkonu sem er ennþá vinkona mín núna(sem betur fer:)) Og eftir að ég kynntist henni þá fór ég að kynnast meira og meira af fólki og núna á ég svo marga vini að maður er bara alveg bókaður alla daga ;)

En já takk fyrir lesturinn og ég vona að þið eigið líka svona góða og klikkaða vini eins og ég á ;)

Kv, Fibbl