Foreldrar mínir eru í vítahring. Og það bitnar á mér og bróðir mínum. Mamma vil bara gera það sem er rétt og hvorugt þeirra trúir á skilnað sem er náttúrulega aðdáunarvert. En þegar pabbi er alltaf að rakka mömmu niður, nennir aldrei að hjálpa henni með húsverkin og passa brósa, beitir okkur andlegu ofbeldi með því að æsa sig og skammast við okkur útaf smámunum og talar svo illa um mömmu við mig og brósa (sem er 6 ára). Svo í gær lamdi hann hann í magan því hann óhreinkaði náttfötin sín. Það var ekkert rosa fast en brósi var miður sín eftir á. oft er samt allt fínt hjá fjölskyldunni, það kemur bara svona upp öðru hvoru. Kannski gerist þetta hjá öllum. Kunningjar og vinir vita ekki neitt, þetta er allt undir yfirborðinu.

Svo stend ég á milli, mamma hefur engan annan að tala við því þetta er svo prívat og viðkvæmt mál. Þannig ég fæ að heyra hluti, sem fær mig til að þola pabba enn minna. Svo talar pabbi stundum við mig um mömmu, þar sem hann hefur heldur engan að tala við, og þá fer mig að líka illa við hana. En ég elska þau bæði. Ég held samt með mömmu, ég þoli pabba ekki, þótt ég haldi því fyrir sjálfa mig.

Þetta er að rífa mig á hol, ég finn sjálfa mig vilja ekkert frekar en að þau skilji. Mér finnst ég vond, en samt ekki vond. Mér finnst þau vera að þessu til einskiss. Hver er tilgangurinn? Enginn. Ekki nema hann tilgangurinn sé á einhveru æðra stigi sem okkur er ekki ætlað að skilja. Ég gæti ekki mótmælt því, því þá væri það náttúrulega ofar mínum skilingi. Eitt veit ég hef enga góða tilfinningu fyrir þessu. Það eina sem þetta uppsker er hatur, brotna sjálfsmynd og vanþroska.

Vill einhver upplýsa mig?
Hvað get ég gert?