Ég er í smá pælingum hérna.
Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera með kærastanum mínum í töluvert langan tíma. Mér líður mjög vel með honum og ég veit að hann elskar mig mjög mikið. Það er eitt sem er að angra mig og það er það að stundum þegar við erum að hora á sjónvarpið þá lætur hann stundum út úr sér ef það er e-h flott stelpa í sjónvarpinu. “Þessi er með frekar stór brjóst”, “Djöfull er þesi flott”.
Ég vil ekki hljóma eins og ég sé einhver vælukjói og ég vil engan veginn að einhver sé að koma með einhver skítköst en ég er að spá hvort þetta sé bara eðlilegt.
Ég veit vel að strákar æsast alveg við aðrar stelpur rétt eins og stelpur æsast við fleiri stráka en kærastann. Ég er bara að spá..
Þetta kemur samt oftast fyrir þegar hann er með vinum sínum líka.
Eitt dæmi: Við vorum e-h staðar að keyra og við tvö sátum í aftursætinu, og vinir hans frammí, báðir á lausu. Það er rautt ljós og það kemur “gellubíll” við hliðina á okkar. Hann hrópar “Er þetta einhver gella?”. um leið og hann sleppti orðinu áttaði hann sig samt á þessu og baðst afsökunnar…

Er ég að hafa óþarfa áhyggjur?