Ég var að skrifa ritgerð um einelti í skólanum og mig datt í hug að setja hana hingað inn:

Eitthvað slæmt á eftir að henda okkur öll, dauði ástvina, nauðgun og ofbeldi eru nokkur dæmi og það og einnig einelti. Einföld útskýring á einelti er þegar ,,allir” eru á móti einhverjum einum, þá er þessi eini útilokaður og honum strítt. En ekkert við einelti er einfalt. Myndir þess, staðsetning, ástæður og afleiðingar eru allt mismunandi eftir tilvikum. Mig langaði að fræðast meira um þetta fyrirbæri og ákvað því að skrifa um það.
Eins og ég sagði þá getur einelti birts í mögum myndum og sumar þeirra er aðvelt að sjá en aðrar ekki. Nokkrar myndir þess eru t.d. stríðni, baktal, að skilja útundan, ofbeldi og margt margt fleira. Algengastar eru m.s. stríðni, baktal og að skilja útunda líklega vegna þess að það er auðveldara að fela það en t.d. líkamlegt ofbeldi.
Margar þessara mynda líta barnalega út og einelti er algengast hjá börnum á grunnskólaaldri þá gerist þetta alltof of hjá fullorðnum. Mér finnst það mjög slæmt því að fullorðið fólk á að vera orðið nógu þroskað til að sjá hvenær einelti er í gangi. Sem betur fer þá eru margir vinnustaðir byrjaðir að fræða starsfólk sitt um einelti og afleiðingar þess fyrir starfsfólki sínu og ég vona það það skili árangri.
Þó að fullorðnir og börn sé mjög misþroskuð þá geta afleiðingar eineltis verið mjög svipaðar. Fólk verður mjög einmanna, heldur oft að eitthvað sé að þeim og að eineltið sé þeim að kenna. Sem er auðvital alrangt. Þegar þetta er orðið mjög alvarlegt þá verður fólk oft þunglynt og í lang versta falli fremur það sjálfsmorð.
Það er mjög erfitt að segja til um hvers vegna einelti á sér stað. Börn ger það oft til að falla inn í hópinn, það vilja ekki vera öðruvísi og herma bara eftir því sem allir hinir gera. Hjá fullorðnum er það oft einfaldlega vegna þess að þeir vita ekki betur og svo held ég að fordómar spili stundum inn í t.d. kynþáttafordómar. En eins og ég sagði þá er þetta það sem ég held og öll atvik eru mismunandi.
Það er mjög erfitt að segja að einelti sé þetta og hitt því að hvert atvik er einstakt en það sem öll þessi atvik eiga sameiginlegt er að einhverjum líðu alltaf mjög illa og það er eitthvað sem þarf að laga. En þetta er auðvitað eitt af milljónum vandmála sem mannkynið þarf að leysa og kannski finnst mörgum það ekki vera það miklvægasta en mér finnst það ansi mikilvægt.