Sælt veri fólkið.


Síðastliðinn föstudag, rétt um klukkan þrjú í eftirmiðdaginn, sátu vinnufélagarnir og spjölluðu saman. Flest af því er var rætt var um betra skipulag eða þá hvernig bæta mætti eitt og annað.
Þar sem þetta eru ekki leiðinlegir vinnufélagar sem aðeins hugsa um vinnuna var fleira rætt.
Meðal annars, muninn á körlum og konum.

Og hver er hann?
Líffræðilega geysimikill en það er nú ekki það sem átt var við.

Hóf einn þá upp raust og mælti:
“Karlmenn eru eins og vín, þeir batna bara með aldrinum. Verða meira sexy og töff(heilmikið til í því).
Konur aftur á móti eru eins og mjólkin. Verða bara súrar og ógirnilegar með aldrinum.”

Þá fór mikill hlátur um nærstadda. Sjálfur táraðist ég af hlátri. Alltaf gott að hlæja að öðrum.
Hvað um það.

Með þessi fleygu orð fór ég út í eftirmiðdaginn en hugsaði ekki meir um þann daginn.
Þar til næsta kvöld.
Þá var undirritaður kominn á þriðja bjór og orðinn vel málglaður.

Mér á hægri hönd sat ung stúlka sem ég þekki ekki baun en góður vinur minn þekkir hana og bar vel af henni söguna.

Flaug mér í hug að viðra hin fleygu orð vinnufélagans við sessunautinn.

Hafði ekki fyrr sleppt fyrri part, að daman tók vel í þá kenningu og nefndi nokkra…..fullorðna leikara á nafn og sagði að það væri jafnvel til í tuskið með þeim. Allt í góðu með það. Það er gott að ríða… ekkert leyndarmál.
Kom þá seinnipartur…………………..svipurinn var ekki fagur sem ég horfði á en þó sýndist mér að hún skildi hvað ég ætti við.

Nokkur tilgangur með þessu hjá mér?
Eiginlega ekki.
Vildi bara koma með þetta og skemmta lýðnum.

Bið að heilsa,
Siggibet