Já, þá er komið að því enn g aftur, grein eftir mig, það er ekkert smá langt síðan það hefur átt sér stað svo ég ákvað að senda inn smá umfjöllun, um tilveru mína og annara og hvernig lífið er.

Nú er loks komið að því að ég byrja í menntaskóla, og það er ekkert smá spennandi reynsla, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það á eftir að vera en ég býst við að það verði gaman.
Það er oft talað um að maður standi ekki undir væntingum annara og það er hálfgerð þvæla, það hefur oft verið sagt að allir séu sérstakir á sinn hátt og álíka og það er satt.

Margir búast við því að nú þegar nýtt líf er að hefjast í nýjum skóla muni allt ganga æðislega en það er þvímiður ekki alltaf þannig, maður passar ekkert endilega inní og mun ekkert endilega kynnast nýju fólki fyrsta daginn en það kemur með tímanum og maður má ekki missa móðinn!!

Samfélagið býst við svo miklu af okkur og það er svo margt sem við getum ekki hugsað okkur að gera en verðum að framkvæma samt sem áður. Mér er meinilla við þá hugsun að ég þurfi að vinna með skóla og álíka en það er best fyrir mig ef ég geri það, því ég hagnast og enginn annar í raun, þó einhver krefst þess að maður geri eitthvað þýðir það ekki að þaað sé alslæmt.

Fjölskyldan á alltaf að vera til staðar og hjálpa manni en það eiga ekki allir fjölskyldu og sumar eru sundraðar, eða jafnvel áhugalausar. 'Eg treysti því að mín fjölskylda muni styðja mig í náminu og ég treysti því að mér muni takast þetta, að ég muni ljúka menntaskólanum og verða stúdent, ná öllum prófunum.

Þó skólinn sé rétt að byrja er ágætt að hugsa um framtíðina, hvað langar mig að gera og afhverju, mun ég vera ánægð með það??
Þetta eru spurningar sem ágætt er að spyrja sig um.
Mig langar að klára skólann afþví að þá get ég farið í háskóla og ég mun vera ánægð vegna þess að mér mun líða vel í framtíðinni, í vinnu.

það kemur svo margt upp á á leiðinni gegnum lífið og það er mis slæmt, en mig langar að segja að lokum, ekki reyna að velja auðveldustu leiðina, reyndu þá erfiðu, það keumr oft betur út!

GullaJ