Já, hann Árni okkar Johnsen hefur gert vistina á Kvíabryggju enn þægilegri en áður fyrir samfanga sína og velta menn því fyrir sér hvort maðurinn sé yfir höfuð fangi þar. Þegar ná átti í kauða í síma um daginn, þá var sagt að hann væri ekki við!!! Væri í útsýnisferð um Snæfellsnes með samföngum sínum?!?!?

En svona er þetta nú víst líka annarsstaðar í heiminum. Brazilískur fangavörður var rekinn um daginn þegar upp komst að fangar undir honum höfðu síma, loftkælingu og tengingu við internetið í klefum sínum.

Lögreglan í Rio de Janeiro komst að þessu öllu saman eftir nafnlausa ábendingu. Hún fann meira að segja starfandi “lögfræðiskrifstofu” manns sem sendur hafði verið í fangelsi fyrir afglöp í starfi sem lögfræðingur. Þessi fyrrum lögfræðingur átti meira að segja að hafa haft 45 manns í vinnu í gegnum fangelsismúrana.

* Löggunni hefur verið farið að gruna e-ð þegar enginn fanganna bað um reynslulausn!!

* Fyrst heyrðist löggunni fangarnir vera að grafa göng, en komust að því að það var bara verið að koma nuddpottinum fyrir!!