Draumar sjónlausa.....! Hvað ætli sjónlaust fólk dreymi? Ætli það sjái allt í sömu mynd og við? Þeir sem að fæðast sjónlausir, hvað ætli þá dreymi? Kannski dreymir þá bara tal, einhver að tala. Aðeins raddir. Enginn getur svarað þessu nema sjónlaust fólk auðvitað! Það væri skemmtilegt að gera heimildar mynd um þetta.

Systir mín gerði einmitt heimildarmynd um annað hvort hvað heyrnalaust- eða sjónlaust fólk dreymir. Þetta var afar áhugaverð mynd. Þarna fékk maður að heyra ýmsa drauma, mjög fróðlegt. Ég frétti reyndar af einum manni sem að er sjónlaus og hann dreymdi að hann fékk sýn. Í draumnum sá hann allt í bláu og rauðu, allt fólkið var að hjóla en hjólin voru ekki svona eins og við sjáum þau. Þau voru afar undarleg, dekkin voru kassótt og stýrin hjartalaga. Maðurinn fór til einhvers konu til að lesa úr draumnum, en því miður þýddi þetta ekki að hann fengi sýn, heldur að eitthvað frábært myndi gerast bráðum. Og hvað gerðist, jú, dóttir hans lagaðist af fötlun.

Ætli blindir dreyma oft að þeir fá sýn? Gæti verið, er málið ekki bara að fara og taka smá viðtal við fólk sem að er sjónlaust? Væri síðan hægt að birta grein hérna á huga um hvað fólkið sagði og hvað það dreymdi og hvernig það sá hlutina! Bera síðan saman hver munurinn er á hvað sjónlaust fólk dreymir og fólk með sýn, finna út hvað er öðruvísi…. En auðvitað er munur á draumum hjá öllum, en þetta gæti verið eitthvað öðruvísi!
——————————————– -

Tak for mig!
Kisulora89