Pælingar Þið hafið eflaust öll einhvern tímann verið að hugsa um afhverju þið finnið alltaf það sem þið voruð að leita að á síðasta staðnum sem að þið leitið! Svarið við þessu er einfaldlega það að þegar að þið finnið hlutinn, þá hættið þið að leita. Hefðuð þið ekki fundið hlutinn hefðuð þið haldið áfram að leita! Eins og Jesús Kristur sagði, “Leitið og þér munið finna”. Síðan er það ef að t.d. eitthvað er bilað, þá prófar maður kannski fullt af hlutum til þess að laga það, og síðan er það alltaf það síðasta sem að virka, auðvitað, þið hélduð ekki áfram að reyna.
Ég hef einmitt verið að spá í svona hlutum, líka það að afhverju erum við að pæla í svona hlutum? Það er einfaldlega að við erum að reyna að fá svör við spurningum alheimsins. T.d. afhverju lærum við landafræði? Orðið landafræði merkir nefninlega fræði sem að svara spurningum um lönd jarðarinnar og þess háttar. En núna koma eflaust spurningar upp í hausnum, hvað með allt hitt? Tökum stærðfræði sem dæmi, oft segir maður kannski, vá ég þarf ekkert að kunna stærðfræði ég nota bara reiknitölvu. Mennirnir sem að búa reiknitölvurnar þurfa náttúrulega að kunna stærðfræði! Og hvað eigum við að gera ef að bara þeir kynnu stærðfræði? Ganga alltaf með reiknivél á okkur? Rosalega væri það eitthvað asnalegt. En það er nauðsynlegt að kunna stærðfræði, til þess að reikna t.d. landfræðilegar vegalengdir, hæð á eitthverju og ef að við erum að hann hús eða eitthvað þannig, þá verðum við að kunna allt þetta fermetrar í öðruveldi og allt þetta sem að okkur finnst svo rosalega leiðinlegt. Hérna erum við/ég byrjuð að tala um nám, það er ein pæling! Ég hef oft hugsað afhverju við þurfum að læra, við þurfum ekkert að kunna þetta. En ef að þetta viðhorf heldur áfram þá myndum við ekkert vera til. Eins og einhver þarf að kunna læknisfræði, þá myndi fólk nú bara deyja fljótt. Enginn til þess að hjálpa þeim. Arkitektúr, smiðir, einhver þarf að hann og byggja húsin okkar, hvar værum við annars stödd? Bændur, hvar fengjum við annars mjólkina og ullina, þá yrði okkur nú frekar kalt sko…. Mér finnst frábært að fólk nenni að læra svona ýmislegt svo að við, fólkið, getum lifað og menntað okkur og hjálpað þeim sem að koma í öldina á eftir okkur og þeim sem að hafa hjálpað okkur!
———————————————

Danke shün
Kisulora89