Þannig er mál með vexti að ég átti 17 ára afmæli fyrir nokkrum dögum og fékk því bílpróf eins og flestir fá á 17 ára afmælisdaginn sinn.
Um kvöldið fór ég á rúntinn með bestu vinkonu minni og vinum hennar,og allt gekk vel þangað til að á einum gatnamótum þar sem ég var á biðskyldu, leit ég ekki nógu vel til hægri, þó að vinkona mín, sem var fram í sagði; “passaðu þig, stoppaðu!” Ég var bara í allt öðrum heimi og var ekkert með athyglina á réttum stað. En þegar ég loksins sá bílinn þá bremsaðí ég eins og ég gat en klessti samt á bílinn og það sér mikið á honum. En sem betur fer meidist enginn, og það er fyrir öllu.
Þetta var líka bróðir vinkonu minnar sem var fram í sem ég klessti á. Ég var í algjöru sjokki og hef ekki mætt í vinnuna síðustu tvo dagana sem þetta gerðist. En ég er eiginlega alveg að jafna mig á þessu núna. Það hjálpaði líka að fjölskylda hans sem ég klessti á var mjög góð við mig og sýndi mér mikinn skilning.
Ég bara skammast mín svo rosalega mikið fyrir að hafa gert þetta og ég hugsa ekki um annað núna, og finnst eins og þetta sé alltaf að ske fyrir mig aftur þegar ég rifja þetta upp.
Hvernig gat ég verið svona heimsk? Ég hata sjálfa mig fyrir að hafa gert þetta, ég veit að slysin gerast en hvað var að mér að líta ekki til hægri? Og að þetta skyldi ske á afmælisdaginn minn, það er nú bara eitthvað týpískt fyrir mig. Það er örugglega hlegið mikið að mér núna.
Ég bara er svo leið út af þessu og varð bara að fá útrás fyrir þetta, og vona að þið sýnið mér skilning út af þessu.
En ástæðan fyrir að ég skrifa þessa grein er sú að ég vil fá ykkar ráð á því hvernig maður nær sér eftir svona. Líka það að sjálfstraustið hjá mér er ekki alveg í lagi, og ég vil fá ykkar ráð fyrir því hvernig maður bætir það. Mér finnst ég vera glötuð og algjör auli, og að ég hafi sannað það með því að eiga sök á þessum árekstri. Ég á ekki marga vini hérna sem ég á heima og..æ, ég er örugglega álitin svolítill lúði eða nörd, sérstaklega eftir að þetta gerðist. Ég veit það samt ekki, ég hef allavega aldrei verið vinsæl hérna, hvorki ég hef aldrei fengið neina athygli hjá strákum hérna og stelpurnar hérna horfa oft á mig með illu augnaráði, eins og þær séu að segja með því að ég sé glötuð.
En þið væruð allavega alveg æðisleg ef þið mynduð segja ykkar álit á þessu og ef þið eigið einhver góð ráð við þessu öllu saman, þá væri það líka alveg frábært.
Takk fyrir.
Ég finn til, þess vegna er ég