Ég hef bara verið að pæla undanfarið hvort konur séu virkilega sammála því sem er að gerast í jafnréttismálum í dag?
Ég las í grein í dagblaði um daginn (man ekki hvaða dagur það var né hvaða dagblað) að núna væru flestir gamanþættir með ákveðnum konum mjög áberandi. Á sama hátt væru karlarnir orðnir vitlausari og hálfvitalegri. Einhvers staðar í greininni var spurningu hent út í loftið hvort konur mundu virkilega þola það ef hlutverkunum væri skipt - þ.e. að þær væru hálfvitarnir en karlarnir ákveðnir (og hefðu þá yfirleitt rétt fyrir sér).
Þetta fékk mig til að hugsa og ég fór að pæla mikið í þessu, fylgdist betur með alls konar kynjahlutverkum í sjónvarpinu og þáttum og bara alls staðar. Það kom mér virkilega á óvart hvað þetta var allt satt. Ég persónulega mundi ekki fíla það að hafa konu sem væri hálfviti í aðalhlutverki í sjónvarpsþætti (en annars fílaði ég two guys and a girl þannig að jújú, ég get hlegið að því) en hvernig ætli karlmönnunum líði??? Eru þeir orðnir svona kúgaðir??? Erum við, kvenfólkið, búnar að kúga karlmenn svo rosalega að þeir þora varla að gera nokkurn skapaðan hlut?? Eða er þeim bara alveg sama?
Kannski er heilinn minn að sjóða upp úr vegna prófanna en ég bara varð að tjá mig um þetta.
Ég verð að segja mér finnst einhvern veginn á fólki að konur eigi að gegna stjórnarstöðum vegna þess að þær eru KONUR - ekki vegna hæfileika eða menntunar heldur vegna kyns!!!! Hvers vegna?? Frekar vil ég búa í karlasamfélagi og vera metin að verðleikum en ekki vegna kyns.

Jæja, nú er ég búin að röfla heilmikið. Gott að geta tekið smá pásu frá próflestrinum

kveðja
snikkin

PS. Bara svo það verði ekki misskilið þá er ég samt sammála því að það eigi að samræma laun kynjanna.