Komið þið sæl. Ég er sem betur fer ekki einn af þeim sem læt blekkjast af gylliboðum píramíðakenningunar, hvort sem það kallast Herbalife, Nueskin, Gambling online og hvað allt þetta nú heitir.
En svo skemmtilega vill til að ég þekki nokkra einstaklinga sem hafa látið glepjast, og svo skrítið er að enginn þeirra hefur grætt krónu. Um daginn fór ég á skemmtilegan fund á vegum Casino Online í bíósal Hótel Loftleiða, ég tek það skýrt fram að ég fór þangað því góðum vini mínum var lofað happadrættisvinning fyrir hvern þann sem hann tæki með sér á fundinn. Jæja !Fundurinn byrjar með því að einhver skrollmæltur náungi kynnir hina forríku Norðmenn sem höfðu mikið fyrir því að koma alla þessa leið aðeins til þess að gera okkur Íslendinga ríka. Spólu er skellt í tækið og ljósin slokkna. Á bíótjaldinu er náungi ( svona samblanda af David Hasselhoff og Fabio ) sem spyr fólkið í salnum hvort það sé ekki orðið leitt á að vinna fyrir peningunum sínum, og hvort það vilji ekki bara liggja á sólarströnd með fartölvu á meðan peningarnir gusast yfir það ? Segðu mér eitt, hver væri á móti því ? Þetta hljómaði mjög einfalt, þú borgaðir einfaldlega 16.000 íslenskar krónur, svo áttir þú að fá fjölskylduna til að gambla á netinu. já einmmitt ! Ég sé ömmu eða mömmu í anda hangandi á netinu, það tók mömmu mörg ár að læra á vídeóið sitt og amma er varla með sjónvarp, hvað þá tölvu. Svo kom einhver rulla um “ Bla bla bla ”allir fyrir neðan þig og “ bla bla ” einhver upphæð alltaf tekin af kortinu þeirra og “bla bla bla” þú vaðandi í seðlabúntum á einhverri sólarströnd. Ég spyr er málið það að ég tók ekki nógu vel eftir á fundinum ? eða kanski vegna þess að ég þekki helling af fólki sem á enþá meiri helling af útrunnum herbalifevörum ? Kanski var Fabio Hasselhoff ekki nógu sannfærandi þegar hann sagði mér að Árni frændi gæti hætt í kexverksmiðjunni og flutt á sólarströnd einsog í myndbandinu. kanski var það bara af því að ég ætlaði að nota 16.000 kallinn til að borga tryggingarnar af bílnum mínum.
Hvað er málið ? Hvað þarf marga 16.000 kalla til að Norðmennirnir geti tengt ADSL á ströndina sína ? Það er virkilega asnalegt að halda því fram að allir geti grætt á þessu, það var hún Brynhildur Jónsdóttir húsmóðir í Stórholtinu sem borgaði gullhaldföngin á þyrlu MR Herbalife R.I.P, jú jú ókey hún léttist aðeins, en fékk enga seðla. Í dag er hún því miður aftur orðin 130 kíló en huggar sig við það nú þarf hún ekki að labba alla leið niður í bæ til að spila í gullnámunni, því núna getur hún gert það heima á Casino Online. Halelúja !