Að vera nörd Ég hef undanfarin ár heyrt móðgunina “nörd” notaða um hina og þessa. Þetta hefur verið notað gagnvart mér og þetta hefur verið notað AF mér. Hver hefur ekki kallað einhvern “nörd”? Ég hef núna síðustu daga verið í huleiðingum um hvað “nörd” sé, hverjir séu “nördar” og hvort “nörd” ætti virkilega að vera móðgun.

Ég held að það séu fáeinar skilgreiningar á hugtakinu “nörd”. Sumir álíta “nörda” vera algjöra lúða sem hafa ekki þróað með sér hæfileika til að aðlagast vinahópum. Einstaklingar sem munu aldrei vera kúl og eiga eftir að ganga ömurlega í lífinu. Þetta eru náttúrulega fordómar.

Hugtakið “nörd” að ég held er einstaklingur sem hefur að geyma vitneskju um eitt (eða fleiri) stakt fyrirbæri og getur talað um það eins og það sé hans annað tungumál.

Dæmi: Tölvunörd getur talað endalaust um ágæti HTML og sá sem hlustar á hann/hana skilur kannski ekki orð sem hún segir. Tölvunörd getur bara gert sig skiljanlegan öðrum tölvunördum eða a.m.k. fólki sem kann soldið á tölvur.

Ég tel að flestir hér á jarðríki séu nördar á einhverju sviði. Ég held að listin sé í rauninni hversu góður maður sé að fela það. Núna eru flestir sem ég þekki miklir CS nördar. Ég skildi ekki orð hvað þeir meina með mouse sensitivity og að kampa og að ghosta og einhver möp en núna eru þeir búnir að útskýra fyrir mér hvað það er og ég get núna samviskusamlega sagt að ég veit hvað þessi hugtök þýða í CS heiminum.

Ég hinsvegar læt mér nægja að vera tónlistarnörd ásamt því að þekkja svolítið inn í hljóðfæri og græjur sem fylgja þeim. Ég gæti t.d. talað endalaust um hvernig magnara ég nota þegar ég spila á rafmagnsgítarinn minn eða hvaða hljómsveitir ég gæti flokkað í noisecore. Þið sem eruð ekki alveg inn í þessu skiljið ekkert af þessu sem ég var að skrifa en þið sem eruð meira inn í þessu, þið lítið á þetta sem mjög sjálfsögð hugtök.

Síðan eru líka til “proffar”. Ég held að við getum öll verið sammála um að þeir einstaklingar gangi vel í skóla, fái 9.5-10 í meðaleinkunn og hafa svör við öllu, sama hvað málefnið er. “Proffum” er oft strítt fyrir þennan hæfileika og kalla þá oft “nörda” fyrir það eitt að fá kannski 10 á prófi eða eitthvað annað.

Ég held að það sem ég er að segja er: Það er allt í lagi að vera nörd. Vertu sáttur með sjálfan þig þótt aðrir séu það ekki.

Weedy