Tónlistar-tilvera Tónlistar-tilvera

Það er tónlist í tilveru allra. Þó að tónlistin sé mismunandi eftir þjóðum, þá hafa allir þjóðir tónlist og mjög líklega einhversskonar söng.

Tónlist er í raun hlutur af tilverunni, og það er mikið vafamál hvort við gætum lifað án tónlistar, væri það okkur mönnunum ekki heldur erfitt?

Ýmiss konar tónlist er til og það er mismunandi eftir þjóðum hvernig tónlist er spiluð í þeirri þjóð og söngurinn er líka af hinu ýmsa tagi.

Íslendingar hafa þróast ágætlega með tónlistinni og höfum við margar tegundir af tónlist, við höfum popptónlist og í rauninni er það bara flokkur fyrir tónlist sem er spiluð á böllum og svo bara tónlist fyrir kannski svona 12 ára stelpum, en það er misjafnt eftir smekk.

Við höfum einnig ýmsar aðrar tónlistartegundir og má nefna sem dæmi, hip hop, techno, rokk, jazz og fleira.

Tónlist er unaðsleg, hún getur fyllt mann af hamingju, eða bara verið spiluð, til að róa mann niður eða jafnvel æsa mann upp, sem gerir hana mjög unaðslega, því hún getur stjórnað skapi manna.

Afríkubúar hafa einnig sína eigin tónlist, en hún er ekki spiluð í hljómtækjum eins og okkar tónlist, heldur er hún spiluð á hin ýmiss konar heimatilbúnu hljóðfæri, s.s. trommur, þær eru mikið notaðar og geta þær myndað ýmisskonar tónlist og hljóma.