Ég vil taka fram að það er vini mínum að þakka að ég sendi inn þessa grein og vil ég þakka honum fyrir hugmyndina á bak við greinina. Þakka þér vinur.

Það er oft sem maður lendir í því þegar maður skreppur í sund að það sé fólk að tala saman í sturtunni, stendur jafnvel bara þarna nakið og er að tala saman.

Ýmiss konar samræður geta átt sér stað í sturtuklefanum en oft er ekki um neitt merkilegt að ræða, heldur hefur maður bara hitt einhvern gamlann kuningja og vill heilsa aðeins upp á hann.

Sumir hafa þann vana að syngja í sturtu og get ég ekki neitað að hafa gert það endrum og sinnum, það er yndislegt að syngja í sturtu, það skapar nokkurskonar andrúmsloft, jákvætt andrúmsloft.

Í sundi er kannski ekki mjög góð hugmynd að syngja í sturtu þar sem hið ýmissa fólk gæti verið að hlusta á mann og jafnvel hlægja svolítið,það syngja ekki allir vel sem syngja í sturtu.

Þú getur sungið í sturtu, já jafnvel þó að þú sért í sundi en þá gætirðu jafnvel lent í því að einhver tækilagið með þér og það yrði bara allsherjar kór.

Einhver sagði mér að maður gæti skapað eigintíðni með því að syngja í sturtu eða var það baði… En svona er það, þú getur skapað og fundið eigintíðni ef þú syngur í sturtu eða baði.