Trufluð tilvera!

Er tilveran sem við lifum í trufluð, er hún trufluð af hinni nýju tækni og hinu harða viðskiptalífi?

Tilvera okkar manna hefur verið til í marga áratugi og hefur mikið breyst frá upphafi hennar.
Íslendingar hafa þróast, en þó ekki frá hinum löndunum og ekki á verri veg, heldur á hinn góða.

Íslendingar munu ávallt hafa sín einkenni og þó að þau munu ekki alltaf sjást, eru þau samt á sínum stað.
Tilveran getur ekki verið án Íslendinga, án okkar, er þetta trufluð tilvera..!

Trufluð tilvera er kannski soldið vægt til orða tekið, þar sem viðskiptalífið væri náttúrulega alls ekki það sama úti í heimi, án Íslands. Ísland er hluti af þessarri tilveru, þótt smátt sé og fyrirferðalítið.

Ef okkur vantaði, í þessa tilveru, hvar ættu þá margir þeir sem versla við okkur að kaupa fiskinn og hvernig ættu þeir að sjá sér fyrir ullinni sem keypt er á Íslandi, það eru hinir ýmsu hlutir sem Ísland á sem aðrar þjóðir eiga ekki.

Tilveran er í raun bara geymslustaður, geymslustaður fyrir alla menn og lönd og allann iðnað sem á sér stað úti í heimi. Tilveran er geymslubox, sem búið er að læsa og henda lyklinum af, svo að við verðum hér áfram.

Ísland er hluti af þessarri tilveru, hluti sem fullkomnar hana að sumu leiti, hluti sem þarfnast annarra hluta, við getum ekki verið án hinna þjóðanna og þær ekki án okkar.