Margir eru hræddir við að gráta og bara hræddir við að sýna tilfinningar sýna vegna hræðslu um álit annarra.
Það er gott að gráta og ég persónulega held að með því að gráta, þá getur maður eflt sjálfsálitið á þennan skrýtna hátt.
Það er í lagi að gráta en það má ekki gráta útaf engu, einhverju sem skiptir ekki máli og einhverju sem eru engin rök á bakvið.
Ef einhver segir við þig að þú sért leiðinleg/ur þá áttu rétt á að fá að vita ástæðuna, afhverju finnst viðkomandi þú vera það? Ef hann getur ekki komið með gilda ástæðu, þá er bara ekkert vit í þessu og enginn sannleikur.
Hefurðu einhverntímann verið dæmd/ur vegna útlits, og hefurðu grátið yfir því? Það er eitthvað sem ég held að allir hafa lent í og það er ekkert að því að gráta en tilhvers? Afhverju ekki bara að hressa sig við, efla sjálfstraustið og sjálfsálitið og segja við viðkomandi að hann sé bara ekkert skárri og að hann ætti að líta oftar í spegil…
Sumir fá þessa tilfinningu að þau bara þurfi að gráta, bara að átæðulausu, þau bara þurfa þess, fá einhverja tilfinnigu og þurfa að gráta.
Þorir þú að gráta? Þetta er spurning sem ætti ávallt að svara játandi því það er mikilvægt að þora að gráta, þora að hleypa tilfinningunum út, tjá sig á annan hátt, gráta.