Stundum verður maður aðeins að hugsa um tilveruna. Tilveran er ekki eins og VIÐ sjáum hana, hún er eitthvað mikið meira og flóknara sem að við náum ekki í að hugsa um. Eins og mér finnst, er það að fólk nú til dags hugsar ekki nóg um tilveruna. Það eru til mörg dæmi um það hvernig fólk nú til dags hugsar ekki nógu mikið um tilveruna en sem betur fer er verið að greiða úr þeirri flækju. T.d. við eyðum og eyðum auðlindum okkar án þess að hugsa um það hvort að þær séu endalausar eður ei. Þetta er megin ástæða þessa að mér finnst fólk ekki hugsa nógu mikið um tilveruna. Þið ættuð svo að fara íhuga þetta betur. Og þessi mál með tilveruna.
Annað dæmi:
Við eyðum og eyðum trjánum og flest okkar hugsum við ekkert um að endurnýta, mér finnst til dæmis að við gætum tekið mjólkurfernurnar og sett þær í endurvinnsluna og líka t.d. tímaritin og svona er hægt að halda endalaust áfram. Það er líka hægt að endurnýta kókdósir, bjórflöskur o.s.fv. Þetta er hægt að gera án þess að þurfa að leggja mikla vinnu í þetta. T.d. tannkrem það kemur úr sjónum og við verðum að fara bara varlega með auðlindir okkar þetta gengur ekki lengur svona. Ef þið prófið að fara á heimasíðu Sorpu getið þið lesið meira, það væri alveg ótrúlega sniðugt hjá ykkur, vonandi gangi ykkur vel í að ákveð það hvort að þið ætlið að byrja að endurnýta og hætta að misnota auðlindir okkar og nota þær of mikið.

Með Bestu kveðju: Thesims