Mig langar að koma að hugleiðingum mínum um eldri bræður, ég veit ekki allveg hvert á að senda þetta þannig að ég skelli þessu bara hingað ;)

Nú á ég eldri bróður, hann er þremur árum eldri en ég eða 18 ára, við höfum aldrei verið mjög náin en hann hefur samt alltaf verið til staðar fyrir mig, verndað mig og haft vit fyrir mér. Honum gekk aldrei vel í skóla, lenti í einelti og átti mjög erfitt uppdráttar, það var eins og hann næði ekki að dafna í þessu nýja umhverfi. Að því kom að hann lenti í slæmum félagsskap, notaði eiturlyf og áfengi og var í tómu tjóni. En þrátt fyrir það var hann enn til staðar fyrir mig, fyrirmyndin mín, vendarinn minn. Það var toppurinn þegar ég mátti vera með vinum hans, leika þeirra leiki. Hann var alltaf svo svalur kunni öll orðin og gat allt. Hann var alltaf sá sem ég leitaði til í vandræðum og er í rauninni enn. Hann fór að vinna í sínum málum og fór í meðferð og rétt áður en að hann fór og þegar hann kom til baka, var eins og allar stíflur brystu við urðum miklu nánari og ég kynntinst honum betur á þessum 3 mánuðum en ég hef á allri ævi minni og það er mér mjög dýrmætt að fá þessa innsýn í hugarheim hans, hvernig honum líður, hvaða skoðun hann hefur á hlutunum og hvaða tilfinningu og ráð hann hefur fyrir hinu og þessu.
Nú þegar við höfum bæði þroskast og breyst og hann er orðinn að þessum yndislega, oft glaðlynda og skemmtilega unga dreng (Man! I sound like my grandmother) er hann enn þarna. Brosandi og verndandi . Hann verður alltaf svo reiður þegar einhver gerir eitthvað á minn hlut, tilbúin með ráðleggingar og svörin.
Það er mjög gott að hafa einhvern svoleiðis í kringum mann og mig langar að vita hvort að við erum einangrað tilfelli eða hvort að þið hafið frá sömu eða svipaðri reynslu að segja
P.s. Plís ekki gagnrýan stafsetningu eða málfar… kl 4 um nóttu og þið munduð skilja þetta efað þið sæjuð mig núna :D
Kv. Mcwith