Þann 10. Maí var tekið viðtal þar sem aðdáendur gátu spurt þá hvaða spurningar sem þeir vildu spyrja. Ég ætla að birta vel valdar spurningar hér þar sem viðtalið var ekki smá langt. Ég ætla að reyna að íslenska þær spurningar sem ég get þýtt.

Athugið: Ég ber enga ábyrgð ef einhver móðgast við að lesa þessa grein. Þeim sem líkar vel við orðalagið í South Park mega lesa áfram.

Hvernig munu nýju South Park þættirnir vera? Og hvenær munu þeir verða sýndir?
Matt: Þann 20asta Júní verður fyrsti þátturinn og verða sýndir 8 þættir.
Trey: Og þeir verða ekki smá fyndnir.

Hvernig fenguð þið hugmyndina að Timmy?
Trey: Hann var það sem við vildum í “tooth fairy” þættinum. Við þurftum að finna ráð til að toga tönnina hans Kennys úr honum og við notuðum fatlaða strákinn.
Matt: Áður en þátturinn var sýndur elskuðum Trey og ég Timmy áður en hann var í þættinum. Meira að segja áður en tooth fairy var sýndur höfðum við þegar ákveðið að láta hann fá sinn eiginn þátt vegna þess að hann vegna þess að hann var hluti af þessum þætti. Við urðum að berjast við Comedy Central bara til þess að fá að sýna þennan eina brandara þeim fannst vera móðgandi og núna selja þeir Timmy dúkkur.

Hvað var upprunalega nafnið á South Park Bigger, Longer and Uncut?
Trey: South Park: All Hell's Break Loose.
Matt: MPAA-samtökn bönnuðu okkur að nota Hell í nafninu. Það eru myndir sem heita “Hellraiser” og “Hell's Angel” og við sögðum það og þeir sögðu að þetta væri ný regla vegna þess að þetta var teiknimynd.

Ætlið þið að kynna inn nýja(r) persónu(r) í 5. seríu sem eru nátengdar strákunum fjórum?
Matt: Við vitum það ekki.
Trey: Við búum til persónur í hverri viku. Við viljum einbeita okkur að strákunum og fara inn í líf þeirra.
Matt: Við viljum endilega gera annan Terrence og Phillip þátt vegna þess að allir hata þá.
Til þessara 3ja Terrence og Phillip aðdáenda - við erum að gera meira fyrir ykkur.

Hefur einhver ykkar hitt forsetann?
Matt: Nei.
Matt: Framleiðandinn okkar Ann Garafino vinn í Hvíta Húsinu hefur hún hitt Clinton, Bush yngri og Reagan.
Trey: Hún hefur riðið þeim öllum.
Matt: Ekki öllum þrem. Bara Reagan og Bush yngri.

Hver er uppáhalds South Park þátturinn ykkar:
Matt and Trey: Terrence and Phillip: Not Without My Anus.

Eru einhverja áætlanir við að framleiða einhvers konar “seinasta þátt” þar sem örlög strákann í South Park eftir 25 ár eða eitthvað?
Matt: Í raun og veru, já! Þetta er að hugsa of langt fram í tímann fyrir okkur. Við hugsum bara fyrir eina viku í einu.

Hafið þið séð Park Wars?
Trey: Jahá, við sáum Parkwars og það er kúl.