Bart, the Mother Bart, the Mother - HrannarM

Handrit: David S. Cohen.
Leikstjórn: Stephen Dean Moore.

Taflan: None due to shortened intro.
Sófinn: Slökkvuliðsmaður notar sófann sem net en Hómer dettur á jörðina.

Um: Nelson eignast riffil eftir að hafa rænt miðum, svona lukkumiðum. Bart finnst hún flott, þ.e. byssan, og byrjar að hanga með Nelson. Bart finnst gaman að skjóta hluti eða allavega þangað til hann drepur fugl. Hann kemst síðan að því að fuglinn átti tvö egg, hann tekur það að sér að bjarga eggjunum og halda á þeim hita uns þau klekjast út. Auðvitað reynist það ekki auðvelt og þarf Bart að fara bakvið foreldra sína, þau halda að hann sé að neyta eiturlyfja. Bart skýrir eggin Bart junior og einhvað annað. Svo er komið að því að eggin klekjist út. Það vill svo einkennilega til að það koma ekki fuglar út úr eggjunum, heldur ógeðslegar eðlur. Bart fer með eðlurnar til “atvinnumanna” og þar fremst í flokki er Skinner. Skinner vill drepa eðlurnar því þær gætu komið af stað plágu. Eðlurnar sleppa og kemur svakaleg plága, en allir eru samt ánægðir því eðlurnar éta “fiðruðu rotturnar” einnig þekktar sem dúfur. Bart fær ilmkerti í verðlaun.

Gestaraddir: Phil Hartman sem Troy McClure og Marcia Wallace sem Edna Krabappel

Tókuði eftir:

● Bart skrifar Bill sem Billy.
● Gula stólnum á baðherberginu.
● Bart var í grænum skóm í byrjun.
● Marge var 53 tíma að fæða Bart, ááii..

Kv,
HrannarM