There's No Disgrace Like Home There's No Disgrace Like Home

Handrit: Al Jean & Mike Reiss
Leikstjórn: Gregg Vanzo & Kent Butterworth

Taflan: I will not burp in class
Sófinn: Þau setjast öll en Marge þrýstir Hómer út úr sófanum og hann dettur á gólfið.

Um: Mr.Burns heldur fyrirtækisveislu og býður öllum starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Hómer fer með alla fjölskylduna og biður þau að haga sér eins og venjuleg fjölskylda. Marge býr til 5 hlaup og gefur Mr.Burns, en allir hinir hafa líka gert það. Bart og Lísa fara í eltingarleik og Hómer hleypur öskrandi á eftir þeim. Marge hittir konu og fer með henni að bollunni og verður blindfull. Hómer skammast sín fyrir fjölskyldu sína og þegar hann sér einn starfsmann sinn fá koss og “Ég elska þig pabbi!” frá barni sínu þá verður hann öfundsjúkur og skammast sín meira. Hann ákveður að fara með fjölskylduna til Dr. Marvin Monroe. Marvin er geðlæknir sem hjálpar við allskonar fjölskylduvandræði. Meðferðin kostar 16000 kr. (250$) en Þau eiga ekki þannig peninga. Hómer selur sjónvarpið þeirra uppí peninginn og notar háskólasjóð Lísu. Þau fara í meðferðina en ekkert gengur. Þau lemja hvort annað með kylfum, gefa hvort öðru raflost og taka þ.a.l. rafmagnið af Springfield. Meðferðin mistekst og fá Hómer og félagar 32000 kr. (500$) endurgreitt. Þau segja “JEIH, við fáum nýtt sjónvarp” og labba upp götuna eins og fjölskylda.

Endir

Tókuði eftir: Þótt að Bart kjósi virðingu í stað ástúðar þá kissir hann Hómer fyrir framan Mr.Burns og Smithers.

HrannarM