Simpsons

The Simpsons er teiknimynd sem er sýnd á Stöð 2. Simpsons er fjölskylda sem á heima í Springfield. Þau eru fimm í fjölskyldunni. Homer Simpson er pabbinn. Hann vinnur í kjarnorkuveri og er ROSALEGA heimskur. Marge Simpson er mamman. Hún vinnur ekki neins staðar nema bara heima. Hún á tvær systur sem eru ógeðslegar. Bart Simpson er elsti krakkinn og er í fjórða bekk. Hann fær alltaf F og fellur alltaf. Hann er virkilega óþægur og er alltaf verið að skamma hann. Lisa Simpson er krakkinn í miðjunni. Hún er í þriðja bekk og fær alltaf A+ á prófum. Hún spilar á Saxafón og hún hefur MIKINN áhuga á námi. Hún gerir aldrei neitt af sér og er alltaf stillt. Maggie Simpon er yngsti krakkinn. Það er ekki mikið hægt að segja um hana nema það að hún kann ekki að tala og er alltaf með snuð uppi í sér. Svo er líka Afinn. Pabbi Homers. Hann er farinn að kalka og enginn í fjölskyldunni þolir hann. Svo á fjölskyldan kött og hund. Kötturinn heitir Snowball eða Snjókúla og hundurinn heitir Little helper eða Litli hjálpari. Svo er fullt af öðru fólki sem ég nenni ekki að segja frá.