Ókei, það veit ENGINN hvað ég er að tala um, kannski veit einhver hér það. Var mjög oft að horfa á þetta þegar ég var yngri.

Ég man eftir þrem teiknimyndum, held að þær hafi allar verið á sömu spólu.
Ein var þannig að tveir bræður voru að labba í gegnum skóg og stoppuðu til að fá sér nesti eða eitthvað þannig og tröll byrjuðu að elta þá og eitt tröllið missti svo úr sér augað.. eitthvað svoleiðis! Urðu svo að steinum í endann.

Önnur var þannig að það var strákur sem þurfti að fara framhjá trölli eða einhverju skrímsli til að komast að stelpu, en þegar hann var kominn framhjá skrímslinu voru 3 sítrónur og hann þurfti að velja rétta sítrónu og stelpan var inní sítrónunni.

Seinasta var þannig að hjón áttu marga syni, minnir að þeir hafi verið 8, og eignuðust svo dóttur og einhver varð reiður og breytti sonum þeirra í fugla. Þegar dóttirin varð eldri fann hún þá, þá voru þeir semsagt fuglar á daginn og menn á næturnar, og hún þurfti að spinna á þá peysur, en einhver vildi brenna hana á báli fyrir það og ekki leyfa henni að klára peysurnar, en í endann náði hún rétt svo að klára á meðan hún var bundin við bálið og bálið byrjað að brenna, og kastaði peysunum til fuglanna til að gera þá mennska og þeir björguðu henni.

Gæti verið að margt sé vitlaust sem ég skrifa, enda hef ég ekki séð þær í mörg ár. :D

Veit eeeeinhver hvað ég er að tala um? :D Virðist vera eina manneskjan sem ég veit um sem horfði á þetta haha.