Mig vantar nöfn á tveimur þáttum:

Fyrsti þátturinn sem mig vantar nafn á var í sýningu örugglega 2000-2002, veit ekki, og fjallaði (minnir mig) um eitthvað sjávarfólk. Aðalpersónan var einhverskonar sjávarkona og hin aðalpersónan venjulegur maður eða eitthvað og voru með einhverskonar hundfisk með sér.
Það voru alltaf einhverjir skrípa óvinir á eftir þeim, eitthvað slöngufrík sem minnti á Froskavör og lítið gult og fjólublátt gerpi með einungis tvo fætur og þau þjónuðu einhverju Chernobyl-skrímsli með margar hendur inni í vatnstanki.

Seinni þátturinn sem mig vantar nafn á er ekki teiknimynd heldur brúðuþáttur, um einhvern gamlan mann sem átti hund (Seppi?) og einhverja litla dverga sem bjuggu undir húsinu hans og unnu í námum.