Fyrir nokkrum vikum kom ég dauðþreytt heim úr vinnunni. Ég settist fyrir framan sjónvarpið og kveikti á því. Eitthvað barnaefni var í sjónvarpinu og ég byrjaði bara að horfa á það…Og vá hvað þetta var skemmtilegt! Það var svo geðveikt mikill aulahúmor í þessu sér sniðið fyrir mig :D Persónurnar voru svo fyndar og ég lá í hláturskasti yfir þessum þætti. Þegar þetta var búið kíkti ég á textavarpið að gá hvað þetta var. Þetta var semsagt í disneystundinni og ég er búin að athuga að hún er miðvikudögum. Ætla pottþétt að horfa næsta miðvikudag og tékka hvort þetta er enþá :P

Langar bara að vita hvort þið vitið eitthvað um þetta…hvaða persónur þetta eru eða hvað.

Ég man ekki neitt hvað persónurnar hétu nema einn hét Kronk…hann er geðveikt heimskur að hálpa einni gammalli konu (norn) sem er ótrúlega vond. Hún er einnig skólastýran í dulargerfi :D Æi, þetta er svo skemmtilegt! Allir of gammlir hérna til að kannast við þetta? :D :P
An eye for an eye makes the whole world blind