Ég, af einhverjum ástæðum, kveikti á Stöð 2 áðan. Barnaefnið var á og einhver þáttur um asíska stelpu og apann hennar á. Þátturinn var augljóslega ætlaður þeim allra yngstu þar sem persónurnar báðu áhorfendur oft um að segja uppáhalds litina sína og annað slíkt. Vegna þess að þetta var augljóslega ætlað þeim yngstu - OG á íslensku - fannst mér dálítið undarlegt að heyra svona sjúklega margar enskuslettur. Nei! Slettur er ekki rétta orðið… “enska” lýsir þessu einfaldlega betur.
Þarna heyrði maður hluti eins og “Poppstickles!” frá íssala, “mm, delicious!” og “we did it!” frá aðalpersónunni og “my baby” frá önd nokkurri (andarunginn var kallaður Baby-Duck í gegnum allann þáttinn, d: “Komdu, beibídökk.”)
Og ég endurtek: Þessi þáttur var á íslensku. Enskan var meira að segja, held ég, með íslenskum hreim.

Svo ég spyr bara: (Sjá titil).

P.s. Sniðugt að ég hafi einmitt verið í íslensku tíma í skólanum 20 min. áður og umræðuefnið var hvort íslenskan sé að breytast í ensku. Við áttum m.a. að skrifa um hvernig eigi að stoppa það. Ég var að spá í að segja að það þyrfti að sjá til þess að engar slettur væru notaðar í barnaefn, en mundi svo ekki eftir að hafa nokkru sinni orðið vitni að því… :)